Laufengi 5
Helginni var eytt í að gera íbúðina heimilislega og var aldeilis spýtt í lófana í gær þegar fréttist að fyrsti gesturinn í gestaherbergið væri væntanlegur í dag. Það hafðist allt saman og það er orðið ansi huggulegt hjá mér bara held ég. Hildur skvís vígir gestaherbergið í kvöld og verður hjá mér út vikuna. Amma er svo væntanleg í næstu viku svo það er bara traffík hjá mér. Mun meiri en var nokkurn tíman í Hafnarfirðinum held ég bara ;) En það er orðið heimsóknarfært þannig að þið höfuðborgarsvæðisrotturnar megið fara að kíkja í heimsókn líka. Svo er úti á landi liðið mitt alltaf velkomið í gestaherbergið ;)
Annars eru 15 dagar í Marmaris :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli