27 september 2006

Bara 21....

Ég var að kenna áðan og var spurð að því hvernig í ósköpunum ég gæti verið búin með Kennó þegar ég væri bara 21..... Ég sprakk nú bara úr hlátri og þakkaði stelpunni kærlega fyrir að halda að ég væri bara 21.... Hún er pottþétt búin að vinna sér inn fullt hús í kennaraeinkunn ;)

Hann Þorgeir Valur vinur minn á afmæli í dag. Ég ætla að senda honum afmæliskveðju hérna þó svo að hann lesi aldrei blogg ;) Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :)

26 september 2006

Hún Hildur beiba á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og ég sendi bestu kveðjur til Eyja! Vonandi áttu eftir að eiga góðan dag :)

25 september 2006

Stopp! Gardínur...

Loksins, loksins eru komnar gardínur fyrir gluggann í herberginu mínu. Og meira að segja í gestaherberginu líka. Ég get haft opin gluggann án þess að það skrjáfi í álpappírnum og get meira að segja dregið frá og fyrir þannig að það verði bjart á daginn. Þvílíkur lúxus. Er líka komin með hillur á baðið og loksins að komast smá skipulag á þar. Veitti sko ekkert af því. Nú vantar mig bara einhvern handlaginn til að hjálpa mér að hengja upp myndir og ljós. Hef varla samvisku í að angra Hauk með það, enda er von á þriðja barni hans og Dagnýjar í heiminn þessa dagana.

En að öðru. Verð bara að tjá mig um þetta Stopp átak sem er í gangi þessa dagana. Þrátt fyrir að mér finnist skelfilegt hvað það hafa margir látist í umferðinni á árinu þá hef ég sjaldan heyrt aðra eins vitleysu og þetta átak. Hvaða heilvita maður trúir því að tímabundið átak komi til með að breyta umferðarmenningu Íslendinga? Hefði ekki frekar mátt eyða öllum milljónunum sem er búið að eyða í auglýsingar í að bæta gæði ökunáms? Í að bæta vegi og skapa öruggari lausnir í vegakerfinu? Vinna að framtíðarlausnum í stað þess að eyða fullt af peningum í e-ð átak sem verður gleymt og grafið eftir mánuð?! Ég ætla allavegana ekki að taka þátt í þessari vitleysu með því að skrifa nafnið mitt á einhverja heimasíðu. Ég mun hins vegar hægja á mér í hvert sinn sem ég keyri fram hjá skilti þar sem kemur fram fjöldi þeirra sem hafa látist í umferðinni á árinu. Ég vona bara að þessi málefni verði stór í komandi kosningabaráttu og að staðið verði við stóru orðin. Ekki bara blásið til átaks.

Veisla

Nammm, mamma var að hringja og spurja hvað ég vildi úr Gamla bakaríinu. Að sjálfsögðu bað ég um kringlur og snúð. Verst að það skuli vera hætt að framleiða skyr á Ísafirði, annars hefði ég beðið um ca kíló af alvöru skyri líka.

Ég er búin að þvo mikið síðan ég kom heim og er mikið búin að eyða tíma í að raða inn í fataskápinn hjá mér. Það pirrar mig mikið hvað hann er lítill og hann er nánast að verða fullur. Ég fékk að heyra það þegar ég flutti að það hefði nú þurft aukaferð á sendiferðabílnum með fötin mín en ég blæs á svoleiðis vitleysu. Ég á ekkert mikið af fötum, skáparnir í íbúðinni eru bara svona litlir. Það er nú bara ekkert flóknara en það.

22 september 2006

Jeg fryser til bane...

Jæja, er komin heim á klakann aftur og lífið að komast í sinn vanagang. Eins og það var nú gott að vera í fríi þá er líka öfga gott að vera komin heim aftur. Ég er á fullu að koma mér betur fyrir í íbúðinni enda var margt eftir þegar ég fór út. Ég er loksins búin að fá mér nýtt handfang á frystinn hjá mér, segi ekki hvað ég ýtti því á undan mér lengi..., og helgin fer í að koma upp gardínum og myndum. Í næstu viku ætla ég svo að dúllast við að bæsa nokkra hluti hérna og þegar Agga mín kemur heim frá Lúx förum við í að búa til flott munstur sem verður skorið út í filmurnar sem fara í eldhúsgluggana. Þá ætti að verða orðið nokkuð notalegt hérna hjá mér þó svo að allt stærra verði að bíða betri tíma. Er samt búin að spotta út eldhúsborð og stóla sem mig langar í, sjónvarpsskáp og ljósakrónu í holið. Gjafabréf í Ikea eru því vel þegnar afmælis- og jólagjafir í ár, já eða peningur upp í ljós ;) ;)

Annars er mest lítið að frétta. Ég mæti spræk í vinnuna klukkan 8 á morgnana og er venjulega mætt fyrst, mömmu til mikillar furðu. Fríið hefur augljóslega gert mér gott. Annars er ég venjulega heima á kvöldin að dúllast í íbúðinni fyrir þá sem eiga eftir að kíkja í heimsókn, hóst hóst. Ég er ennþá að melta formúlufréttirnar, að Raikkonen sé að fara til Ferrari. Hrein og klár vörusvik eru mér nú efst í huga og ég veit ekkert með hverjum ég á að halda í formúlunni lengur. Hreinn og klár skandall. En jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti hérna. Lofa að gíra mig upp í að blogga um eitthvað skemmtilegra fyrst ég er komin með netið heima, allavegana um leið og heilinn fer að virka almennilega eftir fríið ;)

21 september 2006

Hún Karen Líf skvísa er 8 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín! Ég sendi bestu kveðjur í Grundarfjörðinn og vona að þú hafir það skemmtilegt í dag :)

20 september 2006

19. september

Stórafmælin koma á færibandi þessa dagana en í gær varð hann Röggi bró 25 ára. Er loksins búin að ná mér í aldri drengurinn ;) Til lukku með daginn elskan mín! Vonandi áttirðu góðan dag :)

18. september


Anna Þóra skvísa varð hvorki meira né minna en þrítug þann 18. september. Hún er í miðjunni á myndinni á góðri stundu með mér og Ásu. Til hamingju með daginn elsku dúllan mín! Vonandi áttirðu góðan dag :)

09 september 2006

Hello, th?s is Marmaris calling!

Hae all?r, er bara ad lata vita af okkur maedgum. Vid komumst afallalaust til Marmaris eftir langt ferdalag. Her er aedislegt ad vera, hitinn fer upp i taepar 40 gradur a daginn og a kvoldin fer hann rett nidur i 30 gradur. Vid erum bunar ad gera helling tessa fyrstu daga okkar her. Forum i skodunarferd i bod? ferdaskrifstofunnar fyrsta daginn og forum svo til Efesus i gaer. Tad var long ferd en hverrar kronu og hverrar minutu virdi. Fyr?r ta sem ekki vita er nuna verid ad grafa upp tridju Efesus borgina og er talid ad hun hafi byggst upp a fyrstu old eft?r Krist. Tad er buid ad grafa upp ca 30 prosent af borginni og tetta eru alveg magnadar fornminjar. Tarna bjuggu medal annars Johannes gudspjallamadur og Pall Postul? og Maria Mey eyddi tarna seinustu aev?arum sinum. Vid skodudum einmitt heimili hennar og tad var olysanlegt!! Madur fylltist lotningu vid ad fara tar inn. Tar er haegt ad tvo ser upp ur helgu vatni og tad ma einnig taka med ser logg i brusum. Tad gerdum vid ad sjalfsogdu og tokum nog til ad haegt vaeri ad skira litla krilid sem a ad koma bradum i heiminn og vonandi nog fyrir naesta barnabarn lika. Hver svo sem a eftir ad koma med tad! Svo erum vid ad sjalfsogdu bunar ad fara i tyrkneskt bad og tad er frabaert!! Madur er skrubbadur og skrubbadur og eg hef aldrei verid jafn hrein eins og eftir tad, svei mer ta. Gaurinn helt tvi lika fram ad eg hefdi orugglega ekki tvegid mer i manud, hehe. Madur faer svo andlitsmaska eftir skrubbid og svo geggjad nudd. Vid vorum tarna i trja tima og komum endurnaerdar ut. Tetta a madur pottthett eftir ad gera oft herna! Svo er bara ad worka tannid naestu daga svo madur komi nu frisklegur heim ;)

Vid viljum svo senda arnadaroskir i Grenibyggdina en hann Haukur a afmaeli i dag. Vid sendum solargeisla i Costa Del Grenibyggd ;)

Vid viljum lika senda okkar innilegustu samudarkvedjur heim i Bolungarvikina. Vid hugsum hlytt til tin elsku Bogga okkar og allrar tinnar fjolskyldu og erum med ykkur i huganum.