Jeg fryser til bane...
Jæja, er komin heim á klakann aftur og lífið að komast í sinn vanagang. Eins og það var nú gott að vera í fríi þá er líka öfga gott að vera komin heim aftur. Ég er á fullu að koma mér betur fyrir í íbúðinni enda var margt eftir þegar ég fór út. Ég er loksins búin að fá mér nýtt handfang á frystinn hjá mér, segi ekki hvað ég ýtti því á undan mér lengi..., og helgin fer í að koma upp gardínum og myndum. Í næstu viku ætla ég svo að dúllast við að bæsa nokkra hluti hérna og þegar Agga mín kemur heim frá Lúx förum við í að búa til flott munstur sem verður skorið út í filmurnar sem fara í eldhúsgluggana. Þá ætti að verða orðið nokkuð notalegt hérna hjá mér þó svo að allt stærra verði að bíða betri tíma. Er samt búin að spotta út eldhúsborð og stóla sem mig langar í, sjónvarpsskáp og ljósakrónu í holið. Gjafabréf í Ikea eru því vel þegnar afmælis- og jólagjafir í ár, já eða peningur upp í ljós ;) ;)
Annars er mest lítið að frétta. Ég mæti spræk í vinnuna klukkan 8 á morgnana og er venjulega mætt fyrst, mömmu til mikillar furðu. Fríið hefur augljóslega gert mér gott. Annars er ég venjulega heima á kvöldin að dúllast í íbúðinni fyrir þá sem eiga eftir að kíkja í heimsókn, hóst hóst. Ég er ennþá að melta formúlufréttirnar, að Raikkonen sé að fara til Ferrari. Hrein og klár vörusvik eru mér nú efst í huga og ég veit ekkert með hverjum ég á að halda í formúlunni lengur. Hreinn og klár skandall. En jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti hérna. Lofa að gíra mig upp í að blogga um eitthvað skemmtilegra fyrst ég er komin með netið heima, allavegana um leið og heilinn fer að virka almennilega eftir fríið ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli