Veisla
Nammm, mamma var að hringja og spurja hvað ég vildi úr Gamla bakaríinu. Að sjálfsögðu bað ég um kringlur og snúð. Verst að það skuli vera hætt að framleiða skyr á Ísafirði, annars hefði ég beðið um ca kíló af alvöru skyri líka.
Ég er búin að þvo mikið síðan ég kom heim og er mikið búin að eyða tíma í að raða inn í fataskápinn hjá mér. Það pirrar mig mikið hvað hann er lítill og hann er nánast að verða fullur. Ég fékk að heyra það þegar ég flutti að það hefði nú þurft aukaferð á sendiferðabílnum með fötin mín en ég blæs á svoleiðis vitleysu. Ég á ekkert mikið af fötum, skáparnir í íbúðinni eru bara svona litlir. Það er nú bara ekkert flóknara en það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli