18 maí 2007

Bloggleti

Jamm ég er löt við þetta þessa dagana. Er fyrir löngu komin með upp í kok af pólitík og Eurovision framlagið okkar var luftgítar. Þarf ekkert að segja meira um það. Annars er lítið að frétta, AEG parið stendur fyrir sínu í þvottahúsinu og fær óspart að sýna fram á snilli sína. Amma er í bænum mér til mikillar gleði. Hún var í augnaðgerð sem tókst svo vel að þegar hún leit í spegilinn eftir hana uppgötvaði hún að hún væri orðin gömul og hrukkótt. En hún er samt ung í anda ennþá kellan og er auðvitað besta og flottasta amman ;)

Kennslan er að líða undir lok og bara prófið eftir. Þegar yfirferðinni á því verður lokið ætla ég að leggja kennaraprikið á hilluna í bili. Stefnan er hins vegar sett á Brussel þar sem að ég ætla að öllu óbreyttu að setjast á skólabekk árið 2009. Kannski fyrr, við sjáum til.

Svo eru Esjugöngur sumarsins hafnar. Toppurinn er ennþá langt í burtu en hann kemur til með að nálgast eins og óð fluga með þessu áframhaldi. Svo er hárið orðið rautt og þá meina ég rautt. Hún Guðný fékk að ráða litnum og það var ekki að spurja að því, rautt var það. Og ljómandi fínt auðvitað.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brussel? þú hlítur að hafa ætlað að skrifa Bolugnarvík :o) En hvað á að fara gera í Brussel?
kv. Ella

Erla Perla sagði...

Hehehe, nei þetta átti ekki að vera Bolungarvík. Ég ætla í marstersnám í Brussel í alþjóðafræðum.

Nafnlaus sagði...

Mynd, mynd, mynd!!

Var að spá í að kíkja á þig í vinnuna eftir hádegi á þriðjudaginn, ertu við?? (rúmlega 14)

Erla Perla sagði...

svo kemurðu í heimsókn og kommentar ekki einu sinni á hárið. Hnuss!