McLaren rúlar
Að fenginni reynslu undanfarinna ára þá hef ég ekki lagt það í vana minn að gorta af góðu gengi minna manna í formúlunni. Þetta er jú ekki búið fyrr en búið er að flagga út seinasta mótið á árinu. En núna get ég ekki setið á mér - McLaren einfaldlega rúlar og ég get ekki neitað því að það hlakkar pínu í mér þegar Ferrari menn væla yfir stigakerfinu ;)
1 ummæli:
Ég væli sko ekki yfir stigakerfinu mér finnst það bara allt í lagi, þetta eru reglurnar og menn verða að keppa eftir þeim. Það skrá sig öll lið til keppni eftir þessum reglum og að ætla að væla yfir þeim þegar mótið er komið af stað er bara kjánalegt.
Maður getur svo aftur á móti haft skoðun á hinum ýmsu reglum og er þessi dekkja regla eitthvað sem ég myndi vilja breyta aftur, ég er ekki sáttur við að skilda menn til að keyra á báðum týpum af dekkjum. Það dregur bara úr "gæðum" sjónvarpsefnissin þegar allir keyri hægar síðustu 20 hringina í hverri keppni afþví að þeir eru á vonlausum dekkjum fyrir aðstæður.
Mínir menn ná sér vonandi á almennilegt strik og byggja skriðdreka sem finninn getur komið í gegnum tímabilið ;)
Ég viðurkenni það að mér finnst skemmtilegra að horfa á formúluna núna en oft áður þar sem núna er keppni í gangi.
Þó ég sé nú langt frá því að vera McLaren maður þá fíla ég Hamilton, ekki annað hægt. Alonso hef ég aldrei þolað og mun það ekki breytast, ekki frekar en ég færi að segja áfram Beckham. ;)
Skrifa ummæli