03 maí 2007

Nýji sambýlingurinn

Loksins, loksins hefur gamall draumur orðið að veruleika. Ég bíð spennt eftir því að nýji sambýlingurinn komi heim í dag og komi sér fyrir í plássinu sínu. Kvöldinu verður vafalítið eytt í að dást að þessu yndislega og fallega fyrirbæri sem hann er. Eins og sjá má á myndinni er Arnar Eggert Gunnarsson, einnig þekktur sem AEG, alveg einstaklega smekklegt og heillandi fyrirbæri. Ég er viss um að Arna Elín, einnig þekkt sem AEG, verði félagsskapnum fegin eftir áralanga einveru í þvottahúsinu.


Engin ummæli: