28 september 2007

Góð speki

A philosophy professor stood before his class and had some items in
front of him. When class began, wordlessly he picked up a large empty
mayonnaise jar and proceeded to fill it with rocks, rocks about 2" in
diameter. He then asked the students if the jar was full? They agreed that it was.

So the professor then picked up a box of pebbles and poured them into
the jar. He shook the jar lightly. The pebbles, of course, rolled into the
open areas between the rocks. He then asked the students again if the jar
was full. They agreed it was. The students laughed.

The professor picked up a box of sand and poured in into the jar. Of
course, the sand filled up everything else. "Now," said the professor, "I
want you to recognize that this is your life. The rocks are the important things
- your family, your partner, your health, your children - anything that is
so important to you that if it were lost, you would be nearly destroyed.

The pebbles are the other things that matter like your job, your house,
your car. The sand is everything else. The small stuff."

"If you put the sand into the jar first, there is no room for the
pebbles or the rocks. The same goes for your life. If you spend all your
energy and time on the small stuff, you will never have room for the things that
are important to you. Pay attention to the things that are critical to your
happiness. Play with your children. Take time to get medical checkups.
Take your partner out dancing. There will always be time to go to work,
clean the house, give a dinner party and fix the disposal."

"Take care of the rocks first - the things that really matter.

Set your priorities.

27 september 2007

Afmælistilkynningarnar halda áfram. Það er vertíð í þessum málum hjá mér á haustin, enda á allt besta fólkið afmæli þá ;-) Núna er það hann Geiri vinur minn sem nær því að verða 25 í fjórða sinn. Hann fær kveðju þó svo hann lesi aldrei blogg. Til lukku með daginn, eigðu góðan dag :-)

26 september 2007

Elsku Hildur mín á afmæli í dag og er auðvitað á besta aldri, ekki degi eldri en ég allavegana :p Til hamingju með daginn elsku dúllan mín og hafðu það ofboðslega gott í dag. Bestu kveðjur í Eyjarnar :-)

23 september 2007

Fleiri myndir

Imagine all the people living life in peace...
Tekið í Strawberry Fields

The Chrysler Building og bygging Sameinuðu Þjóðanna

Lady Liberty


Þessi fallega vík er á norðurhluta Manhattan


Upper East Side séð úr Central Park

22 september 2007

Myndir

Jæja, settist niður og ætlaði að setja inn myndir frá New York en það virðist ganga heldur hægt og illa. Læt því þessar tvær duga í bili og læt meira inn síðar.


Ég á Times Square í túristagalla dauðans hreinlega að leka niður úr hita
Þegar ég beið í röðinni eftir að komast í siglinguna í kringum Manhattan blasti þessi fallegi fáni við mér. Hvað íslenski fáninn var að gera þarna hef ég ekki hugmynd um því ekki varð ég vör við neina Íslendinga á svæðinu en þetta var Kodak moment ;-)

.

21 september 2007

Karen Líf frænka mín á afmæli í dag og er orðin 9 ára snótin. Til hamingju með daginn elskan mín og ég sendi bestu kveðjur í Grundarfjörðinn í tilefni dagsins :-)

20 september 2007

Leyndarmál Viktoríu er yfirstærð

Það hefur verið fjallað dulítið um holdarfar í fjölmiðlum undanfarið. Farið er að banna fyrirsætur sem eru undir ákveðnum þyngdarstuðli og nýjasta útspilið er að banna fyrirsætur yngri en 16 ára. Bransafólkið sem talað hefur verið við í fjölmiðlum segir þó allt að það sé erfitt að eiga við þetta þar sem markaðurinn kalli á svo grannar fyrirsætur, þ.e. að fólk almennt vilji sjá þær svona skelfilega mjóar. Það finnast mér afar sérstakar fullyrðingar og ég er hissa á því að engin umræða hafi skapast um það hvort komi á undan, hænan eða eggið. Þegar Marilyn Monroe var upp á sitt besta var hún langt frá því að vera anorexíusjúklingur og þótti flott. Ég efast stórlega um það að Jóni og Gunnu í næsta húsi hafi dottið það í hug á árunum sem hafa liðið síðan þá að anorexíulúkkið væri kúl og þar með hafi það komist í tísku. Það er í besta falli hægt að líta á það sem lélegan brandara að hlusta á bransafólkið réttlæta sköpunarverk sitt með þessum hætti.

Brenglunin í sambandi við holdarfar er gríðarleg og auglýsingar og markaðsherferðir virðast einna helst miðast að því að láta sem flesta líða illa með eigið útlit. Sérstaklega eftir tilkomu forrita eins og Photoshop. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá hef ég ofast verið undir kjörþyngd og þurft að hafa mig alla við að halda því sem ég þó hef. Núna slefa ég í kjörþyngdina og þrátt fyrir að ég gæti verið styrkari þá er ég langt frá því að vera feit. Samt líður mér eins og illa saumuðum lundabagga þegar ég máta buxur og það er alltaf sama kvölin og pínan að finna buxur sem henta mínu vaxtarlagi. Ef ég væri módel væri ég plus size eða í yfirstærð. Það er notað yfir þær sem nota númerin 8-10 í Bandaríkjunum. Þar er best að vera eins og Eva Longoria og vera í stærð 0.

En plúsin við að vera í plus size er að það þýðir líka oftast stærri stærðir á sviðum þar sem það þykir eftirsóknarvert að nota stórar stærðir. Þá komum við einmitt að leyndarmáli Viktoríu. Ég ætlaði að panta mér brjóstahaldara þar síðasta vetur og mældi mig eftir kúnstarinnar reglum til að vita hvaða stærð ég ætti að panta. Ég varð álíka ill þegar niðurstaðan AA kom út og þegar ég hélt því statt og stöðugt fram að baðvigtarnar á Skýlinu væru bilaðar fyrir nokkrum árum síðan. Það var svo líka álíka ljúft að fá aðrar niðurstöður þegar ég fór í Victoria's Secret út í New York og það var sárt að viðurkenna það að líklegast hafði góði ömmu og skýlismaturinn allur sest á rassinn á mér og verið asskoti snöggur að því. Og að baðvogirnar hefðu hreint ekkert verið bilaðar.

Í dag eru flest fötin mín í sömu stærð og passa ágætlega. Ég á hins vegar brjóstahaldara í að minnsta kosti þremur mismunandi skálarstærðum og þeir passa allir. Enginn þó í stærð AA mér til mikillar gleði. Það segir þó sitt um mælingar og hvað við dæmum okkur sjálf út frá einhverjum stöðluðum mælieiningum sem segja þó aðeins hálfa söguna - ef þær þá ná því. Í dag passa ég mig á því að borða hollan mat og hreyfa mig eftir þörfum. Það er engin baðvog til heima hjá mér og ég forðast föt sem láta mig líta út eins og illa fylltan sláturskepp eins og heitan eldinn. Ég þarf hins vegar ekki læknisfræðilega aðstoð til að fylla upp í brjóstahaldarana mína og rassinn gæti ekki verið meira ekta enda hef ég lagt mikla rækt við hann með hverjum einasta hamborgara sem ég hef borðað um ævina. Og þar held ég að leyndarmál Viktoríu liggi. Í sjálfsöryggi og mjúkum línum. Ekki í rifbeinum og sílikoni.

19 september 2007

Hvernig í veröldinni

er þetta hægt?? Maður hlýtur að spyrja sig....

Elsku litli bróðir minn hann Rögnvaldur á afmæli í dag og er búinn að afreka það loksins að verða eldri en ég :p Til hamingju með afmælið og með nýju íbúðina! Hafðu það gott í dag :-)

18 september 2007

Anna Þóra skvísa á afmæli í dag og er auðvitað á besta aldri stúlkan, yngist með hverju árinu sem líður. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :-)

17 september 2007

Spurning dagsins

Inn á forsíðu vísis má sjá spurningu dagsins í Fréttablaðinu. Þar er spurt hvort að viðkomandi telji að Kate og Gerry McCann hafi átt þátt í hvarfi dóttur sinnar og svarmöguleikarnir eru já og nei. Þessi spurning gengur svo þvert á alla siðferðisvitund mína að það fyrsta sem mér datt í hug var að hvaða heilalausa hálfvita hefði dottið í hug að spurja að þessu. Fjölmiðlafárið í kringum þetta mál er búið að vera þvílíkt og vitað að mikið af fréttaflutningnum er skáldskapur þar sem bæði portúgölsku lögreglunni og foreldrunum er bannað að tjá sig um málið í fjölmiðlum. Hvers kyns kjaftasögur fá því að grassera óáreittar í fjölmiðlum og foreldrarnir geta engan vegin borið hönd fyrir höfuð sér og lögreglan má ekki leiðrétta hann.

Hvað kom fyrir vesalings stúlkuna er hulin ráðgáta og ég ætla ekki að sakfella foreldranna á grundvelli æsifyrirsagna í fjölmiðlum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér fjölmiðlasirkus í kringum álíka mál bendi ég á góða grein sem birtist í Fréttablaðinu að mig minnir á helginni og fjallar um mál lítillar stúlku sem hvarf í Ástralíu fyrir ca 20-30 árum síðan. Þar voru foreldrarnir teknir af lífi í fjölmiðlum og ásakaðir fyrir að hafa myrt dóttur sína. Móðirin sat saklaus í fangelsi í 6 ár. Það var svo tilviljun að gögn komu fram sem sönnuðu sakleysi þeirra og þegar málið var skoðað frekar kom í ljós að þau sönnunargögn sem voru notuð til grundvallar sakfellingu móðurinnar voru ansi hæpin svo ekki sé meira sagt. Móðirin ferðast nú um heiminn og heldur fyrirlestra um það vald sem fjölmiðlar hafa yfir skoðunum fólks og oft á tíðum lífi þess.

Það er góð regla að fólk sé saklaust þangað til annað sannast. Ég held að sú vísa sé aldrei of oft kveðin og er skemmst að minnast hins fáránlega Lúkasarmáls í því samhengi. Vald fjölmiðla er mikið og almenningur á að geta treyst því að forsvarsmenn þeirra fari með það af ábyrgð og samviskusemi. Það finnst mér vísismenn ekki gera í þessu tilfelli og sá má skammast sín sem lét sér detta það til hugar að láta fólk út í bæ kjósa um svona vitleysu.

14 september 2007

Skyldu litlar skvísur borga útsvar á Veðramótum?

Fór á Veðramót í bíó á miðvikudaginn og þvílíka tæra snilldin sem það var. Þessi mynd er frábær og það ættu allir að drífa sig á hana. Leikararnir eru hver öðrum betri og Hera Hilmarsdóttir á stórleik. Hún var alveg frábær. Söguþráðurinn er alvarlegur en samt hló ég mikið. Myndin náði vel andrúmsloftinu á þessum tíma sem var svo fáránlegt þegar það er horft til baka að það var ekki annað hægt en að hlæja að því. Mæli hiklaust með þessari mynd.

Er svo búin að koma mér vel fyrir í sófanum og er að horfa á nýja spurningaþáttinn á RÚV. Hann virðist vera ágætis skemmtun þó svo ég hafi misst af eiginlega öllum bjölluspurningunum af því að það var hringt og beðið mig um að taka þátt í könnun um umferða og skipulagsmál í Reykjavík. Ég var svo vel alin upp á félagsfræðabrautinni í Kvennó að ég segi aldrei nei þegar ég er beðin um að taka þátt í könnun. Þessi var þó með þeim leiðinlegri og hringt á vondum tíma. Hverjum dettur í hug að gera könnun á föstudagskvöldi? En svo ég víki aftur að þættinum þá er þetta ágæt skemmtun. Gátu Hvergerðingar samt ekki fundið einhvern annan frægan en Fjölni Þorgeirs í liðið sitt? Hann varð of þreyttur fyrir 10 árum og hefur ekkert skánað síðan fyrir utan það að sýna vitsmunalega tilburði á við Paris Hilton.

En jæja, er að ganga alveg svakalega illa að horfa á sjónvarpið og blogga í einu. Það hefur aldrei verið mín sterkasta hlið að gera tvo hluti í einu. Ætla að kveðja með því að óska Ellu og Smára innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem kom í heiminn á mánudaginn. Það er kominn linkur á síðuna hennar í púkalistanum hérna hægra megin fyrir þá sem vilja sjá mynd af aðalskvísu Bolungarvíkur ;-)





09 september 2007

Haukur mágur minn á afmæli í dag og er auðvitað á besta aldri, rétt skriðin yfir tvítugt ;-) Ég óska honum innilega til hamingju með daginn og vona að hann eigi eftir að eiga góðann dag.

03 september 2007

Svooo bleik og fín!

Ég get sko sagt ykkur það að það er allt annað að blogga á svona bleika og fína tölvu. Þetta er bara allt annað líf. Gamli garmurinn minn blikknar bara í samanburðinum. Enda er hann ekki bleikur ;-) Svona í tilfefni af nýju tölvunni þá heimta ég komment við færslunni, sérstaklega af því að kommentkerfið hefur bókstaflega verið að brenna yfir af notkun undanfarið - eða þannig. Það er bara kurteisi að láta vita af sér svo maður viti hverjir lesa þetta hjá manni. Það er svo aldrei að vita nema maður geri eitthvað skemmtilegt fyrir þann sem verður gestur síðunnar númer 25.000 - svona ef hann lætur vita af sér!