03 september 2007

Svooo bleik og fín!

Ég get sko sagt ykkur það að það er allt annað að blogga á svona bleika og fína tölvu. Þetta er bara allt annað líf. Gamli garmurinn minn blikknar bara í samanburðinum. Enda er hann ekki bleikur ;-) Svona í tilfefni af nýju tölvunni þá heimta ég komment við færslunni, sérstaklega af því að kommentkerfið hefur bókstaflega verið að brenna yfir af notkun undanfarið - eða þannig. Það er bara kurteisi að láta vita af sér svo maður viti hverjir lesa þetta hjá manni. Það er svo aldrei að vita nema maður geri eitthvað skemmtilegt fyrir þann sem verður gestur síðunnar númer 25.000 - svona ef hann lætur vita af sér!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bleiku tölvuna;)
ég vildi nú bara kvitta fyrir komu minni, kíki hingað inn af og til.
Kveðja
Eygló (úr Kennó) sem er orðinn 2ja drengja móðir og kennir í Grindavík.

Nafnlaus sagði...

Sælar!
Það er sko allt annað að lesa þetta blogg núna vitandi það að það er skrifað á bleika tölvu ;o)Til hamingju með tölvuna....
kv. Ella

Nafnlaus sagði...

Halló Erla mín,
Til hamingju með bleiku tölvuna og svo auðvita nýja bílinn, er hann nokkuð bleikur líka. Ég fer reglulega inn hér og les eins og þú veist líklega.
Vona að þú hafir það gott
Kolla R

Erla Perla sagði...

Hehe, nei bíllinn er sko ekki bleikur - hef aldrei haft smekk fyrir bleikum bílum, merkilegt nokk.