Hún Hrafnhildur á afmæli í dag þó svo við séum báðar örugglega löngu hættar að telja hvað við erum gamlar. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það alveg svakalega gott í dag. Sjáumst á föstudaginn :-)
30 júní 2008
29 júní 2008
Hann Njáll, sem var oft kenndur við Sigurpál á sínum yngri árum, á afmæli í dag. Drengurinn er orðinn 18 ára sem gefur honum víst rétt til að gera nánast allt sem hann vill - nema drekka bjór. Það er aldrei að vita nema stundirnar sem hann eyddi á gamla róló með ,,fjörgamalli" töntu sinni hafi verið honum gott veganesti út í lífið en þessi gamla tanta sendir hamingjuóskir í Grundarfjörðinn í tilefni dagsins. Hafðu það gott í dag frændi.
Birt af Erla Perla kl. 10:58 f.h. 1 skilaboð
19 júní 2008
Þjóðhátíðarlagið 2008
Brim og Boðaföll
Sól, lýstu mína leið,
svo logi sundin blá, á leiðinni til þín.
Nótt, leiðin verður greið
Mér liggur lífið á, því ég verð senn á leiðarenda.
Kominn þessa leið,
Einfaldlega til að segja þér,
Án þín er ég bjargarlaus í neyð,
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.
Fyrst, er augum á þig leit,
þá innra með mér fann, að eitthvað snerti mig.
Þá, og eins vel nú ég veit,
að brim og boðaföll, gætu ekki stöðvað okkur.
Kominn þessa leið,
Einfaldlega til að segja þér,
Án þín er ég bjargarlaus í neyð,
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.
Já ég er Kominn þessa leið,
Einfaldlega til að segja þér,
Án þín er ég bjargarlaus í neyð,
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.
Nú, nóttin læðist inn, og breiðir út sinn faðm,
Þú brosir til mín eins og í fyrsta sinn,
lífið byrjar hér, inn í Herjólfsdal
Kominn þessa leið,
Einfaldlega til að segja þér,
Án þín er ég bjargarlaus í neyð,
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.
Já ég er Kominn þessa leið,
Einfaldlega til að segja þér,
Án þín er ég bjargarlaus í neyð,
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.
Ekki þegar þú ert hér hjá mér.
En ekki þegar þú ert hér hjá mér.
Ekki þegar þú ert hér hjá mér.
Þegar þú ert hér hjá mér.
Ekki þegar þú ert hér hjá mér
Ekki þegar þú ert hér hjá mér
Það eru bara 6 vikur þangað til og það er sko kominn fiðringur..... ;-)
Birt af Erla Perla kl. 11:17 f.h. 1 skilaboð
16 júní 2008
Ég gat ekki annað en hlegið
þegar ég heyrði ágætan þingmann Samfylkingarinnar halda því fram í 10 fréttum í kvöld að markmið núverandi ríkisstjórnar væri að heilbrigðiskerfið væri það gott að efnamenn sæju enga ástæður fyrir því að kaupa sig fram fyrir biðlista og annað. Þetta voru rök með nýju Heilsuverndarstöðinni. Auðvitað er markmiðið sem slíkt gott og göfugt en rökstuðningurinn hélt ekki vatni. Það er nokkuð augljóst að maðurinn hefur aldrei þurft að nýta sér þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins því miðað við mína reynslu af því þá held ég að flestir myndu kaupa sér betri og skjótari þjónustu ef þeir gætu.
Það er þó ágætt að koma því að að þetta er ekki diss á starfsfólk þessa ágæta kerfis því það bókstaflega heldur því saman við oft á tíðum gígantískt álag og vondar aðstæður. Kerfið sem slíkt er hins vegar bara crap.
Birt af Erla Perla kl. 10:17 e.h. 0 skilaboð
10 júní 2008
Bara svona af því að ég nenni ekki að gera neitt annað...
1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? Já, ömmu minni.
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Ætli það séu ekki einhverjar vikur síðan, annars eru hormónarnir nokkuð til friðs núna.
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Jájá, ef ég nenni að vanda mig allavegana.
4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST? Er lítið fyrir kjöt en ætli það sé ekki kjúklingur bara.
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? Nei.
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? Hvurs konar spurning er þetta? Auðvitað!
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ? Já, nokkuð mikið.
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Nei ekki sjens. Held að það myndi samt kitla en ég myndi beila.
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Fæ mér alltaf sheik á morgnana en ef maður dekstrar almennilega við sig er það góður brunch.
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Já.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? Já ég er það og er alltaf að styrkjast á því sviði.
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Mars ís.
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Hvernig útgeislunin er og hvernig það ber sig.
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR ? Þarf ég að svara þessu?
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Hvað ég get verið viðkvæm.
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Það er nóg að ég viti það.
17. VILTU AÐ ALLIR SEM ÞÚ SENDIR TIL SENDI ÞÉR TIL BAKA ? Sendi þetta ekki. En ef fólk vill má það alveg svara sko.
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Svörtum.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Var að borða harðfisk með smjöri.
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Óminn af EM í fótbolta.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Ætli ég væri ekki soldið röndótt, bleik og svört.
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? No comment.
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? Mömmu
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Hmm, stal þessu nú bara af einhverju bloggi....
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Formúlan og svo handboltinn. Á eftir því kemur fótbolti, Ólympíuleikar og svoleiðis dót.
26. ÞINN HÁRALITUR ? Brúnn.
27. AUGNLITUR ÞINN ? Grænn.
28. NOTARU LINSUR ? Já.
29. UPPÁHALDSMATUR ? Grænn kostur og góður mexíkóskur matur. Svo er alltaf gott að fá almennileg svið og slátur.
30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Góður endir. Fæ martraðir af hryllingsmyndum.
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? Sex and the City.
32. KNÚS EÐA KOSSAR ? Bara bæði betra svona að því gefnu að tilefnið sé rétt og manneskjan líka.
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Blaut súkkulaðikaka með ís.
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG SENDA TIL BAKA? Ása Gunnur ef henni leiðist að læra.
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Allir hinir.
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Var að klára Munkinn sem seldi sportbílinn sinn, tékka kannski á framhaldinu í kjölfarið.
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Á ekki músamottu.
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? One Tree Hill, Holland-Ítalía, Fréttir.
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Bítlarnir.
39b TODMOBILE EÐA SÁLIN? Auðvitað Sálin. Fíla samt alveg Todmobile líka.
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Tyrkland.
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Hvað ég er ofboðslega skipulögð og nákvæm. Svo er ég afar bóngóð þegar kemur að vinum og fjölskyldu og geri það sem ég get fyrir mitt fólk.
42. HVAR FÆDDISTU ? Bolungarvík City.
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ FRÁ ? Ásu Gunni því ég er ekki viss um að hún sé til ennþá ;-)
Birt af Erla Perla kl. 8:13 e.h. 0 skilaboð
04 júní 2008
Ég er komin með íbúð í Brussel!
og það er mikil gleði. Ég var búin að undirbúa mig undir að kúldrast í pínulitlu herbergi sem væri jafnvel ekki upp á marga fiska þar sem standardinn í húsnæðismálum Belga er víst dáldið mikið neðar en sá íslenski. Ég komst hins vegar í samband við íslenska stelpu sem er að flytja heim í sumar og tek við íbúðinni hennar. Rúmlega 70 fermetra íbúð og ég mun því hafa gistipláss fyrir vini og vandamenn sem ákveða að gera sér ferð til að heimsækja mig í stórborgina :-)
Birt af Erla Perla kl. 8:48 f.h. 1 skilaboð
02 júní 2008
Ása Gunnur á afmæli í dag og það er auðvitað löngu hætt að skipta máli hvað hún er gömul. Ég sendi henni bestu kveðjur í tilefni dagsins. Hafðu það gott í dag skvís :-)
Birt af Erla Perla kl. 8:48 f.h. 2 skilaboð