Ég gat ekki annað en hlegið
þegar ég heyrði ágætan þingmann Samfylkingarinnar halda því fram í 10 fréttum í kvöld að markmið núverandi ríkisstjórnar væri að heilbrigðiskerfið væri það gott að efnamenn sæju enga ástæður fyrir því að kaupa sig fram fyrir biðlista og annað. Þetta voru rök með nýju Heilsuverndarstöðinni. Auðvitað er markmiðið sem slíkt gott og göfugt en rökstuðningurinn hélt ekki vatni. Það er nokkuð augljóst að maðurinn hefur aldrei þurft að nýta sér þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins því miðað við mína reynslu af því þá held ég að flestir myndu kaupa sér betri og skjótari þjónustu ef þeir gætu.
Það er þó ágætt að koma því að að þetta er ekki diss á starfsfólk þessa ágæta kerfis því það bókstaflega heldur því saman við oft á tíðum gígantískt álag og vondar aðstæður. Kerfið sem slíkt er hins vegar bara crap.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli