Ég er komin með íbúð í Brussel!
og það er mikil gleði. Ég var búin að undirbúa mig undir að kúldrast í pínulitlu herbergi sem væri jafnvel ekki upp á marga fiska þar sem standardinn í húsnæðismálum Belga er víst dáldið mikið neðar en sá íslenski. Ég komst hins vegar í samband við íslenska stelpu sem er að flytja heim í sumar og tek við íbúðinni hennar. Rúmlega 70 fermetra íbúð og ég mun því hafa gistipláss fyrir vini og vandamenn sem ákveða að gera sér ferð til að heimsækja mig í stórborgina :-)
1 ummæli:
Hæhæ ég þekki þig ekki neitt, var að leita upplýsinga um endometríósu og fékk upp færslu á blogginu þínu frá 2006.
Var að spá hvort ég mæti spyrja þig aðeins út í þetta? e-mail hjá mér er selmagud@gmail.com
Kveðja Selma
Skrifa ummæli