29 júní 2008

Hann Njáll, sem var oft kenndur við Sigurpál á sínum yngri árum, á afmæli í dag. Drengurinn er orðinn 18 ára sem gefur honum víst rétt til að gera nánast allt sem hann vill - nema drekka bjór. Það er aldrei að vita nema stundirnar sem hann eyddi á gamla róló með ,,fjörgamalli" töntu sinni hafi verið honum gott veganesti út í lífið en þessi gamla tanta sendir hamingjuóskir í Grundarfjörðinn í tilefni dagsins. Hafðu það gott í dag frændi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Erla mín
Og takk fyrir góðar kveðjur til hans Njáls míns. Já nú er drengurinn orðinn stór.
Bestu kveðjur
Kolla