Back to Business
Jæja, kom aftur til Brussel á sunnudaginn eftir allt of stutta dvöl á Íslandinu að mínu mati. Var ekki alveg tilbúin til þess að fara út aftur en maður er hins vegar fljótur að aðlaga sig um leið og maður er kominn út aftur. Ég breytti íbúðinni aðeins rétt áður en ég fór heim og kann mikið betur við íbúðina svona. Var bara hlýlegt að koma hingað aftur. Skólinn byrjaði svo á mánudaginn með ritgerðarskilum. Það var mjög spes andrúmsloft í skólanum þann daginn og mikið djamm á liðinu þegar það var búið að skila. Ég notaði svo gærdaginn til þess að koma mér í gang. Fékk mér göngutúr í búðina til að kaupa í matinn enda nákvæmlega ekki neitt til að borða hjá mér og fór í þvottahúsið líka. Svaka dugleg bara.
Svo er skólinn að komast í gang. Er búin að velja mér fög fyrir önnina og verð í þremur fögum, auk mastersritgerðarinnar. Þau heita EU in the World, European Foreign and Security Policy og Foreign Policy Analysis. Ég ætti því að fá góða fræðslu um Evrópusambandið sem ég held að veiti ekki af á þessum síðustu og verstu. Ég verð með nokkuð þægilega stundaskrá og tíminn ætti að mörgu leyti að nýtast mér betur en fyrir jól sem er bara flott. Við eigum að skila drafti að proposali fyrir mastersritgerðina á föstudaginn. Ég er ekki búin að negla niður efni en hef ýmsar hugmyndir sem ég get sett á blað og skilað inn. Eftir þessi skil verður okkur úthlutað prófessor sem mun fara yfir efnið með okkur og leiðbeina okkur í ritgerðarskrifunum. Proposalinu á svo að skila í mars svo maður hefur tíma þangað til til að negla almennilega niður efni, finna heimildir og vinna grunn að ritgerðinni.
Annars er lífið bara ljúft hérna úti. Veðrið er bara milt og fínt og ekki margar vikur í það að það fari að vora hérna á meginlandinu. Maður saknar ekki íslenska vetrarins svo mikið er víst :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli