12 janúar 2009

Minning


Elsku afi minn, Rögnvaldur K. Guðmundsson, hefði orðið 75 ára í dag hefði hann lifað. Hann kvaddi okkur allt of snemma og oftar en ekki hefur það hvarflað að mér hvernig líf okkar í fjölskyldunni hefði þróast öðruvísi ef hann væri með okkur enn í dag. Ég er þakklát fyrir tímann sem við áttum með honum og ég held að við systkinin getum seint fullþakkað honum þá ákvörðun hans að verja seinustu árunum með barnabörnunum sínum. Minning hans lifir í hjörtum okkar allra og ég veit að hann fylgist með okkur og vakir yfir okkur þegar við þurfum á því að halda. Blessuð sé minning hans.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Erla min
þetta er fallegt hjá þér. 'eg vildi svo sannalega að hann væri hér enn hjá okkur
Bestu kveðjur til þín
Kolla