06 janúar 2009

Fjármálaráðgjöf

Ég fékk símtal áðan frá KB Ráðgjöf en ég var með viðbótarlífeyrissparnaðinn minn hjá Vista. Á línunni var óðamála sölufulltrúi sem vildi ráðleggja mér hvað ég ætti að gera við sparnaðinn minn núna á tímum fjármálakreppu. Ég var næstum búin að skella upp úr. Auðvitað er maður til í að fá fjármálaráðgjöf frá þeim sem tókst að setja heilt þjóðfélag á hausinn.

Það er skemmst frá því að segja að ég afþakkaði fjármálaráðgjöfina eins vinsamlega og ég gat.

Engin ummæli: