23 júlí 2004

Ég komst að því í vikunni að það er lagður margvíslegur skilningur í orðið tillitssemi. Ritstjóri Séð og heyrt telur t.d. að það sé tillitssemi að láta fólk vita áður en fréttir úr einkalífi þess eru birtar á forsíðu blaðsins. Það skiptir þó ekki máli hvað fólki finnst um birtinguna en það hlýtur að vera í lagi fyrst það er látið vita fyrst! Þetta eru ein lélegustu rök sem ég hef heyrt fyrir því að birta fréttir úr einkalífi fólks. Rétturinn til tjáningarfrelsis getur aldrei verið sterkari en réttur fólks á einkalífi. Við getum aldrei haft ótakmarkaðan rétt til að gera það sem við viljum, það hlýtur alltaf að takmarkast af því hvort það skerði frelsi annarra. 



 

Engin ummæli: