Hann Geiri Bjórkollur er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín, hafðu það öfga gott í dag :)
27 september 2004
24 september 2004
Þegar ég verð orðinn ríkur kennari...
Ég hef stundum látið þessi orð falla síðan ég ákvað það að ég ætlaði að verða kennari þegar ég yrði stór. Af einhverjum ástæðum hlægja allir þegar þeir heyra mig segja þessa setningu. Það virðast allir vera sammála um að kennarastarfið sé eitt það mikilvægasta í samfélaginu og að það eigi að vera vel launað. Samt sem áður hlægja allir að þessari litlu setningu minni og virðast ekki telja að ég eigi eftir að lifa það að verða ríkur kennari. Nema kannski ég vinni í lottóinu en það er nú önnur saga.
Er það bara ég eða er ákveðin þversögn í þeim skilaboðum sem samfélagið sendir kennurum? Jú þið vinnið mikilvægt starf og eigið að hafa góð laun - en þvílíkur brandari að það eigi einhvern tíman eftir að takast!! Sú staðreynd að það er nákvæmlega engin arðsemi af kennaranáminu segir sína sögu.
Það eru margir til að gagnrýna kennara núna. Finnst verkfallið rangt og bitna á þeim sem að minnst mega sín. Vissulega er það punktur - verkföll bitna alltaf á þeim sem síst eiga það skilið - en hvað eiga kennarar að gera? Halda áfram að sinna starfinu sínu af hugsjón á lúsarlaunum með síauknum vinnuskyldum án þess að nokkrar breytingar séu gerðar á vinnutímanum? Fólk lætur bara ekki bjóða sér það til lengdar og samstaða kennara sýnir einfaldlega að fólk er búið að fá alveg nóg.
Þeir sem gagnrýna hvað mest vita venjulegast minnst um það út á hvað starf kennarans gengur eða yfirhöfuð hvað það er sem kjaradeilan er að stranda á. Það fólk ætti virkilega að kynna sér málið áður en það kemur með yfirlýsingar. Vondi kallinn í þessu máli er ekki kennararnir og varla sveitarfélögin. Þetta er fyrirséður vandi síðan sveitarfélögin fengu skólana til sín án þess að fá til þess nægjanlegt fjármagn. Það þarf heldur ekki bara að borga kennurunum hærri laun, það þarf að stokka upp skólakerfið í heild sinni. Samfélagið er annað í dag en fyrir 10 árum og skólakerfið hefur ekki breyst í samræmi við breyttar kröfur þess.
Ég skal viðurkenna það að það stuðar mig virkilega að fá órökstudd komment hérna inn um það hvað kennarar séu ómögulegir og allan þann pakka. Kynnið ykkur um hvað málið snýst áður en þið takið afstöðu, fyrirsagnir blaðanna segja ekki alla söguna. Það er góð ástæða fyrir því að yfir 90% félagsmanna Kennarasambands Íslands samþykkti verkfall. Fólk gerir þetta ekki að gamni sínu.
Niðurstaða þessa verkfalls ræður því hvað ég fæ í laun þegar ég fer að kenna að loknu námi - eða hvort maður missir trúna á íslenskt menntakerfi og fer bara og gerir eitthvað allt annað. Ég ætla þó ennþá að halda í mína bjartsýni og leyfa mér að dreyma um það sem ég ætla að gera þegar ég verð orðinn ríkur kennari.
Birt af Erla Perla kl. 9:16 e.h. 0 skilaboð
22 september 2004
Af þessum bænum er mest lítið að frétta. Ég náði mér í laglega flensu og er búin að liggja veik það sem af er vikunni. Var með fjörutíu stiga hita í gær og lá hérna bara hálf rænulaus. Ég hef það aðeins skár í dag, hitinn er allavegana kominn niður í 38! Það er bara vonandi að maður komist á lappir sem fyrst, það er fátt jafn leiðinlegt en að hanga einn heima veikur :(
Birt af Erla Perla kl. 9:33 e.h. 0 skilaboð
Hún Karen Líf litla frænka mín varð 6 ára í gær. Til hamingju með daginn elsku dúllan mín!!
Birt af Erla Perla kl. 9:31 e.h. 0 skilaboð
20 september 2004
Hann Röggi bró varð 23 ára í gær. Til hamingju með daginn elskan mín, hafðu það gott í útlandinu!
Birt af Erla Perla kl. 10:26 f.h. 0 skilaboð
16 september 2004
Now I am learning english. My name is Erla. What is your name? I would like an apple. Do you have one? Hvað er station á ensku? If you didn´t notice I´m bored. Bored out of my mind.
Now we´re going to have a quiz. What does histrionic mean? Please answer in the comments.
Birt af Erla Perla kl. 1:31 e.h. 0 skilaboð
15 september 2004
Ja hérna hér, Villeneuve er að koma aftur í formúluna. Verður með Sauber liðinu næstu 2 árin. Hvernig líst fólki á það? Ég veit að Hjördís er væntanlega himinlifandi..
Birt af Erla Perla kl. 2:17 e.h. 0 skilaboð
13 september 2004
Ég er alveg búin að komast að því að ég þarf engan karlmann í lífið mitt á meðan ég hef hana Öggu mína. Hún boraði upp hillur og ljós fyrir mig í gær. Mikið rosalega vorum við ánægðar með okkur þegar við vorum búnar að þessu - sérstaklega út af því að öll fjölskyldan hennar Öggu hafði enga trú á okkur í þetta. Við erum sko ekkert eins vitlausar og við lítum út fyrir að vera!
Annars er mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég bara læri og vinn, vinn og læri. Þessi vika verður ansi busy af því að lífsleiknikennaranum mínum datt í hug að kenna allan kúrsinn á rúmri viku... Ég verð því í skólanum á helginni - 5 tíma á föstudaginn og allavegana frá 9-5 á laugardaginn. Svo gætum við þurft að mæta á sunnudaginn líka. En maður vonar að við þurfum þess ekki. En svo er þetta líka búið og það þýðir að ég þarf aldrei að vera í skólanum til 5 sem hefði annars verið málið 2x í viku. Þá hef ég bara meiri tíma til að læra.
Það lítur ekki vel út með innflutningspartýið sem ætlunin var að halda á laugardaginn. Agnes mundi allt í einu að hún átti að mæta í eitthvað svaðalegt afmæli sem má ekki sleppa og ég er náttla í skólanum. Ég er samt að spá í að fara út á laugardagskvöldið. Anna Þóra á afmæli og það verður náttla að halda upp á það! Þeir sem vilja koma í heimsókn á laugardagskvöldið og djamma með er guðvelkomið alveg að kíkja í heimsókn. Það er náttla must að koma og sjá hvað það er orðið fínt hjá okkur!!
Í næstu viku er ég að fara til tannsa því það á að fara að taka úr mér endajaxlana. Ég fór til tannsans míns um daginn og hann sendi mig til sérfræðings. Ég get ekki sagt að ég hlakki til en ég get víst ekki frestað þessu mikið lengur. Það er eins gott að vera duglegur að læra ef maður skildi verða frá í nokkra daga út af þessu dæmi :-/
Birt af Erla Perla kl. 6:56 e.h. 0 skilaboð
09 september 2004
Ég sá á síðunni hjá Írisi að það er verið að skjóta á mig að skipuleggja reunion hjá gamla bekknum mínum. Ég er til stelpur ef það verða almennilegar undirtektir og ég enda ekki ein í öllum undirbúningnum *blikkblikk* Það er löngu komin tími á almennilegan hitting hjá okkur.
Birt af Erla Perla kl. 11:55 f.h. 0 skilaboð
Hann Haukur mágur minn á afmæli í dag. Til hamingju með daginn og hafðu það gott í dag! Góða ferð út í sólina :)
Birt af Erla Perla kl. 10:18 f.h. 0 skilaboð
Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær settist ég niður að venju og las yfir Fréttablaðið. Eitthvað fannst mér fréttirnar kunnuglegar og spáði mikið í því hvað hefði eiginlega gerst hjá ritstjórninni. Hvaða rugl það væri að vera að birta fréttir síðan deginum áður. Ég athugaði dagsetninguna til að gá að því hvort ég væri nokkuð að lesa gamalt blað en nei þetta var rétta blaðið. Furðulegt alveg.
Þegar ég var hálfnuð með blaðið fór að renna upp fyrir mér ljós. Ég las blaðið í hádeginu! Stundum er maður nú meiri sauðurinn...
Birt af Erla Perla kl. 9:05 f.h. 0 skilaboð
06 september 2004
Jæja þá er maður byrjaður aftur í skólanum. Það er óneitanlega skrýtin tilfinning að vera að koma sér af stað aftur en mér líst nú samt bara vel á þetta. Ég er ennþá að bíða eftir bókarlistum á kjörsviðinu mínu en ég vona að mér takist að leysa bókarmálin á sem ódýrastan máta.
Seinnipartur seinustu viku og síðasta helgi var alveg undirlögð af málningarvinnu. Ég málaði stofuna og herbergið mitt og verður að segjast eins og er að þetta kemur bara ljómandi vel út. Ég er alveg öfga fegin að ég dreif í þessu, íbúðin er orðin allt önnur. Ótrúlegt hvað litlar breytingar skipta miklu máli. Núna er stefnan sett á innflutningspartý þann 18. september - það má því alveg taka kvöldið frá ;)
Annars er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Það var fínt á ástarvikuballinu en ég fór nú bara snemma heim. Það var orðið ískyggilega mikið af börnum á ballinu sem ég kenndi og mér leist ekki alveg á að fara að djamma með þeim. En það var gaman að þessu. Maturinn var góður og andrúmsloftið skemmtilegt. Það er bara vonandi að þetta verði árlegur viðburður því þetta hefur svo sannarlega vakið athygli á Bolungarvík á ótrúlegustu stöðum og það er aldrei nóg af jákvæðri athygli.
Birt af Erla Perla kl. 3:53 e.h. 0 skilaboð