Ég er alveg búin að komast að því að ég þarf engan karlmann í lífið mitt á meðan ég hef hana Öggu mína. Hún boraði upp hillur og ljós fyrir mig í gær. Mikið rosalega vorum við ánægðar með okkur þegar við vorum búnar að þessu - sérstaklega út af því að öll fjölskyldan hennar Öggu hafði enga trú á okkur í þetta. Við erum sko ekkert eins vitlausar og við lítum út fyrir að vera!
Annars er mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég bara læri og vinn, vinn og læri. Þessi vika verður ansi busy af því að lífsleiknikennaranum mínum datt í hug að kenna allan kúrsinn á rúmri viku... Ég verð því í skólanum á helginni - 5 tíma á föstudaginn og allavegana frá 9-5 á laugardaginn. Svo gætum við þurft að mæta á sunnudaginn líka. En maður vonar að við þurfum þess ekki. En svo er þetta líka búið og það þýðir að ég þarf aldrei að vera í skólanum til 5 sem hefði annars verið málið 2x í viku. Þá hef ég bara meiri tíma til að læra.
Það lítur ekki vel út með innflutningspartýið sem ætlunin var að halda á laugardaginn. Agnes mundi allt í einu að hún átti að mæta í eitthvað svaðalegt afmæli sem má ekki sleppa og ég er náttla í skólanum. Ég er samt að spá í að fara út á laugardagskvöldið. Anna Þóra á afmæli og það verður náttla að halda upp á það! Þeir sem vilja koma í heimsókn á laugardagskvöldið og djamma með er guðvelkomið alveg að kíkja í heimsókn. Það er náttla must að koma og sjá hvað það er orðið fínt hjá okkur!!
Í næstu viku er ég að fara til tannsa því það á að fara að taka úr mér endajaxlana. Ég fór til tannsans míns um daginn og hann sendi mig til sérfræðings. Ég get ekki sagt að ég hlakki til en ég get víst ekki frestað þessu mikið lengur. Það er eins gott að vera duglegur að læra ef maður skildi verða frá í nokkra daga út af þessu dæmi :-/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli