Jæja þá er maður byrjaður aftur í skólanum. Það er óneitanlega skrýtin tilfinning að vera að koma sér af stað aftur en mér líst nú samt bara vel á þetta. Ég er ennþá að bíða eftir bókarlistum á kjörsviðinu mínu en ég vona að mér takist að leysa bókarmálin á sem ódýrastan máta.
Seinnipartur seinustu viku og síðasta helgi var alveg undirlögð af málningarvinnu. Ég málaði stofuna og herbergið mitt og verður að segjast eins og er að þetta kemur bara ljómandi vel út. Ég er alveg öfga fegin að ég dreif í þessu, íbúðin er orðin allt önnur. Ótrúlegt hvað litlar breytingar skipta miklu máli. Núna er stefnan sett á innflutningspartý þann 18. september - það má því alveg taka kvöldið frá ;)
Annars er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Það var fínt á ástarvikuballinu en ég fór nú bara snemma heim. Það var orðið ískyggilega mikið af börnum á ballinu sem ég kenndi og mér leist ekki alveg á að fara að djamma með þeim. En það var gaman að þessu. Maturinn var góður og andrúmsloftið skemmtilegt. Það er bara vonandi að þetta verði árlegur viðburður því þetta hefur svo sannarlega vakið athygli á Bolungarvík á ótrúlegustu stöðum og það er aldrei nóg af jákvæðri athygli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli