Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær settist ég niður að venju og las yfir Fréttablaðið. Eitthvað fannst mér fréttirnar kunnuglegar og spáði mikið í því hvað hefði eiginlega gerst hjá ritstjórninni. Hvaða rugl það væri að vera að birta fréttir síðan deginum áður. Ég athugaði dagsetninguna til að gá að því hvort ég væri nokkuð að lesa gamalt blað en nei þetta var rétta blaðið. Furðulegt alveg.
Þegar ég var hálfnuð með blaðið fór að renna upp fyrir mér ljós. Ég las blaðið í hádeginu! Stundum er maður nú meiri sauðurinn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli