04 febrúar 2005

Þessi er svartur en góður ;)

George W. Bush og Tony Blair voru á fínum veitingastað að snæða kvöldverð saman. Maður, sem sat ekki langt frá þeim, tók eftir því að þeir áttu í heitum samræðum og töluðu mjög ákaflega. Maðurinn stóðst ekki mátið og stóð upp og gekk til þeirra í þeirri von að fá að komast að samræðum þeirra.
Þegar hann kom til þeirra varð hann mjög feiminn en samt sem áður sagði hann: "Ég komst ekki hjá því að heyra til ykkar, og af algjöri forvitni spyr ég; hvað voruð þið að tala um?
George glotti í áttina til Tony Blair og sagði: "Gaman að þú spurðir, væni. Við Tony erum að búa okkur undir árás á Írak mjög fljótlega. Okkur finnst heimurinn vera í hættu út af þeim. Það á samt að vera algjört hernaðarleyndarmál!"
"Vá, það er rosalegt! Eruð þið búnir að gera einhverjar áætlanir, t.d. hversu marga þið ætlið að drepa?"
"George glotti aftur til Tony og sagði: "Já, það er allt frágengið. Takmarkið okkar er að drepa um 2 milljónir múslima og 1 tannlækni."
"Ha?" -sagði maðurinn gáttaður. "Bíddu, af hverju í ósköpunum tannlækni? Hver er ástæðan fyrir því?"
"HAHAHAHAHA! Þarna hefurðu það, Tony!" öskraði George yfir allan staðinn.
"Ég sagði þér að enginn myndi pæla í þessum múslimum!!"

Engin ummæli: