Jæja, það er best að blogga um eitthvað annað en afmæli! Hvað geri ég ekki fyrir þig Biggi minn ;)
Seinasta vika fór í lærdóm og svo aðeins meiri lærdóm og svo pínu meiri lærdóm. Á helginni vorum við mamma svo að passa púkana hennar Dagnýjar systur. Ég er því búin að lesa Hvar er Valdi? þrisvar sinnum og finna allt sem hægt að finna í bókinni og lesa Gralla Gorm og stafa með Kristni Breka. Á laugardaginn fór ég með Kidda og Rakel í sund og um kvöldið horfðum við frændsystkinin á Thunderpants. Það er einhver bíómynd um strák sem rekur stanslaust við og það var mikil skemmtun fyrir 5 ára púkann. No comment frá frænkunni ;)
Í gær fórum ég og Kiddi svo í bíó. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég fór í púkabíó en það var ágætt. Við sáum Bangsímon og frílinn og Kiddi skemmti sér konunglega. Þessi mynd var allavegana skemmtilegri en prumpumyndin...
Það verður svo mikið að gera næstu tvær vikurnar eða alveg þangað til að vettvangsnámið byrjar. Árshátíð Kennó er svo á föstudaginn og þá verður aðeins slett úr klaufunum. Það verður samt ekki Sálin Biggi en ég lofa að bjalla næst þegar ég dansa við Sálina ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli