07 febrúar 2005

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Ég byrjaði á því að bókstaflega fljúga á hausinn á bílastæðinu við Hofsstaðaskóla. Að sjálfsögðu voru allir iðnaðarmennirnir sem eru að vinna við íþróttahúsið við hliðina á skólanum mættir og urðu allir vitni að þessari flugferð minni. Ég var með skólatöskuna og þar með tölvuna mína á bakinu og flaug taskan náttla líka. Ég dreif mig bara inn í skólann og þegar ég labbaði fram hjá iðnaðarmönnum sneru þeir sér allir við með glottið á vörunum.

Sem betur fer var nú allt í lagi með tölvuna og ég meiddi mig ekkert - fyrir utan sært stolt. Ég vandaði mig samt mikið að labba á bílastæðinu þegar við Ása fórum í mat. En þá uppgötvaði ég það að bíllyklarnir mínir voru ekki í vasanum. Eins og ég hef alltaf vandað mig við að setja þá í vasann eftir að hafa týnt þeim í seinustu viku. Ása var nú ekkert að trúa mér þegar ég sagðist ekki finna lyklana og grét úr hlátri þegar ég fann þá á bílastæðinu akkúrat þar sem ég hafði flogið á hausinn fyrr um morguninn. Þeir höfðu sem sagt dottið upp úr vasanum við fallið.

Það er því eitthvað með mig og þetta blessaða bílastæði. Það er spurning hvort ég komist í gegnum tveggja vikna æfingakennslu þarna án þess að týna neinu og fljúga ekki á hausinn :-/

Engin ummæli: