03 febrúar 2005

Undanfarnar vikur hef ég verið óvenju mikið utan við mig og sauðshátturinn er farinn að ná nýjum hæðum. Mér til mikillar gremju en sumum vinum mínum til mikillar skemmtunar. Við Ása erum búnar að vera í Hofsstaðaskóla í áheyrn fyrir vettvangsnámið okkar og þegar ég mætti þangað einn morguninn í þessari viku tókst mér að týna bíllyklunum mínum. Þegar við stöllur ætluðum í hádegismat fundust hvergi lyklarnir. Það var leitað og leitað og að lokum brunað heim að sækja varalyklana svo minnz kæmist heim eftir skóla. Ása vildi samt endilega tékka á því hvort að einhver hefði fundið lyklana og skilað þeim á skrifstofu skólans og jújú vissulega var einhver öfga heiðarlegur sem gerði það og kann ég honum/henni bestu þakkir fyrir. Ég þarf hins vegar að vera meira vakandi þegar ég set hluti í vasann. Í staðinn fyrir að setja bíllyklana í vasann henti ég þeim einfaldlega á götuna.

Amma segir að ég eigi að hætta að vera svona utan við mig og fara að vera skýr í hausnum því að ég sé ekki orðin nógu gömul til að vera svona rugluð. Ég vil halda því fram að það sé glötuð barátta, ég geti ekkert að því gert að ég sé svona mikill sauður, þetta sé einfaldlega arfgengt. Enda R?????? Ég segi bara enn og aftur, hver fattar það?

Engin ummæli: