22 júní 2005

Þá er maður langt kominn með að koma sér fyrir í Hafnarfirðinum. Það er nóg að gera eftir vinnu við að ganga frá dóti og koma sér fyrir. Ég ætla að mála tvo veggi í stofunni sem eru alveg skelfilega ljótir á litinn og tók eina umferð á annan vegginn í gær. Agga og Halldór ætla svo að hjálpa mér annað kvöld að klára þetta. Sófasettið kemur svo á morgun eða hinn og það verður því orðið vel heimsóknarfært á helginni ;)
Eldhúsgardínurnar ættu að fara að komast upp og gardínur í svefnherbergið eru í skoðun. Það næst vonandi að ganga frá því fyrir helgi svo ég geti tekið álpappírinn úr glugganum.

Annars er bara allt í lukkandi velstandi. Ég knúsa suma á milli þess sem ég stússast í íbúðinni ;) Allir bara að muna að taka sunnudagsrúntinn í Hafnarfjörðinn ;) ;)

Engin ummæli: