02 júní 2005

Þá eru allar einkunnirnar loksins komnar inn. Ég fékk 7 í Íslenskukennaranum sem er bara skítsæmilegt held ég og 9 í Lífsleikni. Bankanum tókst að klúðra skiptingunni á námslánunum mínum þannig að tilhlökkun minni um að eiga ljúfan mánuð framundan var snarlega eytt í gær. Það verður því bara unnið og sparað og flutt í þessum mánuði og seinni hluti sumarsins tekinn með ennþá meira trompi ;)

Það er brjálað að gera í vinnunni og í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær kemst ég ekki heim á sjómannadaginn. Ég er nú ekkert voðalega sátt við það en það þýðir víst lítið að gráta það. Það er því lítið að frétta héðan fyrir utan eitthvað leiðinlegt bókhaldshjal nema ég fór og hitti elskulega gamla bekkinn minn á kaffihúsi í gær. Það var yndislegt að hitta þau og fá að fylgjast aðeins með hvað þau eru að bralla. Ég held að þeim hafi fundist ég vera orðin gömul því að ég fékk afar ópent skot um það að ég væri orðin svo gömul að ég yrði að fara að drífa mig í að eignast börn! Maður hlustar nú bara ekki á svoleiðis vitleysu ;)

Engin ummæli: