Ég stal þessu af blogginu hennar Helenu. Allir að hugsa vel um ömmu og afa ;)
Afi og Amma á elliheimilinu...
Eldra fólkið óskar hlýju
að einhver muni það.
Gleymd eru amma og afi gamli
geymd á vísum stað.
Lausnin kemur leyst er biðin
ljúft að hverfa heim.
þá kemur fólkið og krossar yfir
kistulok hjá þeim.
Kaffiboð og krökkt af blómum,
já kátleg veisla gerð.
En kærleikurinn við kistulokið
er kannski seint á ferð....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli