Svakalega var sorglegt að horfa upp á Eirík Jónsson í Íslandi í dag og Kastljósinu í gær. Maðurinn á bara bágt. Ég er algjörlega á móti sorpblaðamennsku eins og tíðkast á DV, Séð og heyrt og Hér og nú og kaupi aldrei þessi blöð. Það eiga allir rétt á einkalífi sama hvort þeir flokkist undir opinberar persónur eða ekki og ef fjölmiðlamönnum finnst þeir vera notaðir af ,,fræga fólkinu" þá verða þeir bara að bíta í það súra því réttur hverrar manneskju til einkalífs er ávallt sterkari en prentfrelsið. Það sýnir bara dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Karólínu Mónakóprinsessu í fyrra.
Ég vona bara að Bubbi haldi áfram að fara í hart við þetta blað og að fólk fylki sér á bak við hann þannig að þessi blöð nái ekki að þrífast hérna. Það hefur fullt af fólki farið illa út úr umfjöllun þessara blaða og það er einfaldlega nóg komið. Hvort að hlutirnir séu sannir eða lognir skiptir ekki máli, svona hagar maður sér einfaldlega ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli