27 júní 2005

Jæja, þá er íbúðin mín loksins farin að líta út eins og það búi fólk þar. Það á bara eftir að hengja myndir upp á veggina og Guðjóni verður þrælað út við það á næstunni. Ég þarf svo að fara að finna dagsetningu fyrir innflutningspartý en mér skilst að Fjördísin sé komin til landsins og þá er bara að vita hvenær Þórdís Bjórdís á fríhelgi og málið er dautt. Þetta verður nett upphitun fyrir þjóðhátíð ;)

Við skötuhjúin vorum annars bara róleg á helginni. Kíktum á Mr and Mrs Smith á föstudaginn og það er bara hin fínasta afþreying. Ég fékk svo afar skemmtilega upphringingu úr Eyjum á leiðinni heim úr bíóinu hehe. Kiddi og Hildur voru vel hress og ég er farin að hlakka mikið til að hitta þau.

Annars var ég að sjá að Icy Spicy Leoncie verður að skemmta á þjóðhátíð í ár. Það ætti að vera hægt að hlæja að því... Ég fór samt að spá hvort að þjóðhátíðarnefndin sé í alvörunni að borga henni fyrir að koma þarna fram... Og hvað ætli kosti að fá Leoncie á þjóðhátíð..? Bara pæling...

Engin ummæli: