08 júlí 2005

20 dagar í Þjóðhátíð og Sálin í kvöld á Nasa!! Anna Þóra snillingur reddaði okkur frímiðum og það er náttla ekki hægt að sleppa svoleiðis boði! Ég á reyndar að vinna á morgun svo maður verður bara settlegur í kvöld - eins og ég er nú alltaf, hehe - en þetta verður samt gaman.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang í Hafnarfirðinum. Við Ása höfum verið að hengja upp myndir seinustu kvöld og var í fyrsta skipti kvartað undan hávaða í gærkvöldi. Konan á efri hæðinni kom á slaginnu 10 og spurði hvort við værum ekki að hætta. Engin leiðindi samt og við vorum að hætta hvort eð var en samt fyndið. Ég á víst svo mikið af myndum að restin af myndunum fer ekki upp fyrr en í kvöld og þá á eftir að setja upp gardínur í stofunni og endurraða aðeins. Ég þyrfti svo að vinna í happdrætti til að geta klárað alveg allt en þetta kemur víst með kalda vatninu.

Þjóðhátíðarlagið er víst væntanlegt eftir helgina eftir því sem að Biggi segir mér og ég bíð spennt eftir að heyra hver flytur og hvernig það er. En það er farið að styttast í að maður vakni upp í Vestmannaeyjum.....

Engin ummæli: