Jæja, ég er löngu búin með Potterinn. Kláraði hana á tveimur dögum. Þetta er ekki mest spennandi Harry Potter bókin en mér fannst hún samt góð. Það er greinilega verið að undirbúa síðustu bókina og mörgum spurningum er svarað í þessari bók. Endirinn var góður og ég bölvaði því í sand og ösku að þurfa að bíða í 2 ár eftir næstu bók! En það er búið að vera erfitt að þegja yfir hver deyr í bókinni og yfir öðru drama svo að drífið ykkur að lesa stelpur svo ég geti létt á mér!!
Svo eru bara 6 dagar í þjóðhátíð!!! Ég hlakka svooooo mikið til - ef það hefur farið fram hjá einhverjum ;) Það verður líka frábært að fá smá frí með kallinum mínum. alltaf gaman að því. Annars man ég ekkert hvað ég ætlaði að rífa mig hérna - ef það var þá eitthvað. Ég kem til með að búa á höfðanum fram að þjóðhátíð. Ætla samt að kíkja í partý til Péturs annað kvöld og hita smá upp fyrir þjóðhátíð. Annars ætla ég bara út í sólina og knúsa kallinn minn. Góða helgi allir :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli