Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Helgin var bara aldeilis ljómandi fín. Við kíktum til vina hans Guðjóns á föstudagskvöldið. Það verður að segjast alveg eins og er að þetta var ekki alveg mitt crowd og ég var týnd í einhverjum tölvuleikjaumræðum í smá stund áður en ég lagði mig aðeins. Hann Guðjón getur verið alveg óttalegt nörd stundum :p Ég þurfti svo að vinna á laugardaginn og fór svo heim til mín og þreif alla íbúðina hátt og lágt. Öfga dugleg alveg. Við skötuhjúin borðuðum svo með Jóni Svan og Sibbu og kíktum aðeins í pottinn áður en ég skellti mér á djammið með stelpunum. Við dönsuðum nánast af okkur rassinn á Hressó og sumir heilluðu hann Heiðar Austmann alveg upp úr skónum ;)
Í gær fór ég svo til hennar Þórdísar sem var svo elskuleg að kaupa fyrir mig Harry Potter úti í BNA á helginni. Ég stillti mig um að byrja á bókinni í gær, ætla að liggja yfir henni næstu kvöld á meðan Guðjón er að nördast í tölvunni. Við fórum í staðin til Halldórs og Öggu í gærkvöldi og horfðum á Indiana Jones. Mikið var Harrison Ford sætur þegar hann var ungur ;) Annars gerðust undur og stórmerki í gær. Ég fékk voða pen skot frá kallinum mínum um að bíllinn minn væri kannski ekki sá hreinasti og haldiði ekki bara að hann hafi allur verið þrifin að innan í gær! Og ég meira að segja hjálpaði til! Núna er bara að vera uber góð við kallinn svo hann bóni hann kannski fyrir þjóðhátíð ;)
En jæja, ég ætla heim að lesa Potter :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli