Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Það er allt ljómandi gott að frétta úr Hafnarfirðinum. Ég er að vinna í því að lifa í sátt við hrossaflugurnar og hin skordýrin sem hafa gert sig heimankomin hjá mér og í garðinum. Þeir sem þekkja mig vita að mér er afar illa við hrossaflugur - þó svo að ég viti það að þær séu sauðmeinslausar þá eru þetta eins og fljúgandi köngulær og það er bara ógeðslegt og hana nú! Mér gengur samt ágætlega að forðast þær en ef þær fljúga of nálægt mér er engin miskun sýnd og náð í flugnaeitrið. Ótrúlegt hvað það þarf mikið magn af eitri til að drepa eina svona flugu!
Það er heilmargt um að vera heima þessa helgina og ég verð að viðurkenna að mig dauðlangar vestur. Við Hrafnhildur hefðum vel getað djammað saman ;) En Gaui á afmæli á morgun og ég ætla nú ekki að fara að stinga af á afmælinu hans. Við eigum bara eftir að hafa það huggulegt skötuhjúin held ég og djamma jafnvel aðeins. Við Ása tökum bara taktana okkar á Sólon á morgun og ég næ vonandi að suða nóg í vinum mínum til að þeir komi með mér vestur seinna í sumar á ball. Svo er spurning hvort við Hrafnhildur skellum okkur á Akureyri þegar Ella á frí og prófum að djamma þar svona til tilbreytingar.
Núna er bara talið niður í þjóðhátíð 2005. Heilir 27 dagar í að ég mæti til Eyja :D Mikið svakalega hlakka ég til!! Það er búið að borga í dallinn og panta gistingu á Hótel Kidda og Hildi. Ég er alveg komin með fiðring niðrí tær og bíð spennt eftir að heyra þjóðhátíðarlagið í ár. Lífið er yndislegt og öll hin lögin viðhalda fílingnum þangað til.
Annars ætla ég bara að fara að drífa mig heim og knúsa kallinn minn og fá eitthvað gott að borða hjá honum. Ég vil svo bara þakka honum Atla Snillingi fyrir að hafa lagað síðuna mína. Kossar og knús elskan mín :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli