15 júlí 2005

Núna er minnz hálf dofinn. Mér var svo illt í, já gómnum eiginlega, í gær. Fannst eins og það væri að koma niður endajaxl. Verkurinn versnaði bara og ég endaði á að hringja í tannsa og rétt náði honum áður en hann fór í sumarfrí. Niðurstaða hans var að endajaxlinn væri kominn niður en ræturnar á honum klemmdu einhvern vegin taugarnar á þessu svæði og þess vegna væri mér svona illt. Jaxlinum var því kippt úr og í staðin fyrir að ná smá sólbaði eftir vinnu lagðist ég upp í rúm og svaf í allt gærkvöld. Ég er ennþá hálf dofin eitthvað og illt líka en þetta hlýtur að lagast í dag. Verð vonandi nógu góð á morgun til að djamma aðeins með stelpunum ;)

En annars er nú bara allt gott að frétta og mér líður bara vel í Hafnarfirðinum. Ég keyri alltaf með fram höfninni á leiðinni heim og það finnst mér voða notalegt. Heimilislegt eitthvað. Ég sé svo útsiglinguna úr svefnherbergisglugganum hjá mér og sá einmitt einn togara fara út um daginn og það fannst mér notalegt. Minnti mig á næturvaktir á Skýlinu :P Um daginn þegar ég fór heim tók svona líka ilmandi fiskilykt á móti mér í höfninni og ég fékk smá Bolungarvíkurstemmingu í mig. Ég keyrði svo þarna fram hjá seinna um kvöldið með Gauja og hann bölvaði fiskifýlunni í sand og ösku. Svona getur fólk verið ólíkt.

Svo eru bara 13 dagar í að ég mæti til Eyja - og ég er ekki ennþá búin að heyra þjóðhátíðarlagið. Þvílíkur skandall hjá þjóðhátíðarnefnd að vera ekki búnir að koma því út. Hann Biggi minn ætlar samt að senda mér lagið um leið og hann fær það í hendur svo að vonandi fær maður að heyra það í dag. Þá ætti maður að komast endanlega í gírinn ;) Annars er það bara vinna, sminna fram að þjóðhátíð. Ég þarf að vinna allar helgar í júlí og helst frameftir á hverjum degi. Mamma sleppir mér rétt heim til að sofa. En það er svo sem ágætt, maður fær þá eitthvað útborgað næst ;)

Engin ummæli: