Hún Hjördís var að kvarta yfir því að ég hefði ekki gefið nógu miklar upplýsingar um mig í klukkinu - svo hérna færðu eitthvað Hjördís Fjördís ;)
1. Ég syng hástöfum í bílnum þegar ég er að keyra ein.
2. Ég þoli ekki fólk sem skiptir um akrein 5 kílómetrum áður en það á að beygja og kemur í veg fyrir að ég komist fram úr aulunum á hinum akreinunum.
3. Ég hef drepið kaktus - þó svo að enginn hafi trúað því að það væri hægt.
4. Ég þoli ekki gömul og slitin rúmföt og nota bara almennileg rúmföt úr Verinu.
5. Ég æli ef ég finn bragðið af ananas.
Jæja, Hjördís, er þetta nógu gott fyrir þig??? Svo klukka ég þig góða - þrisvar!
30 september 2005
27 september 2005
Þorgeir Valur aka. Bjórkollur á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :)
Birt af Erla Perla kl. 8:29 f.h. 0 skilaboð
26 september 2005
Jæja, Ella var víst að klukka mig og þá á ég víst að skrifa 5 staðreyndir um mig. Hverjum ætli hafi eiginlega dottið þetta í hug? Allavegana,
1. Ég kann ekkert á tölvur en á kærasta sem er tölvunörd.
2. Ég kem frá Bolungarvík en núna bý ég í Hafnarfirði.
3. Ég horfi alltaf á formúluna og vona að McLaren nái að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða.
4. Ég var að kaupa mér línuskauta og ætla að slá í gegn á þeim næsta vor.
5. Ég útskrifast sem kennari í vor. Þá ætla ég að vera búin að læra að prjóna, þæfa, sauma og útbúa veisluborð.
Ég klukka Rögga bró, Dagnýju og Ásu ;)
Birt af Erla Perla kl. 1:32 e.h. 0 skilaboð
Hildur beiba er þrítug í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :) Bestu kveðjur til allra í Eyjum :)
Birt af Erla Perla kl. 1:31 e.h. 0 skilaboð
Jæja, ég ætlaði bara að láta vita af því að ég er á lífi ennþá. Kristinn Breki og Arnar Páll eru ekki búnir að ganga frá mér - ennþá.
En í fullri alvöru þá gengur pössunin ágætlega og svo sem ekkert upp á púkana að klaga. Þeir náttúrulega nýta sér að frænkan er ekki alveg með allar reglur á hreinu og sá eldri kann vel að spila á samviskubitið en þeir hafa samt verið góðir. Það er svo annað mál hversu vel húsmóðurhlutverkið á við mig. Ég var gjörsamlega af manni gengin þegar þeir voru báðir sofnaðir í gærkvöldi og það fyrsta sem ég gerði í morgun þegar ég var búin að koma þeim út var að fara að sofa aftur. Sem betur fer átti ég bara að mæta í einn tvöfaldan tíma í dag svo að ég hef smá tíma til að jafna mig eftir helgina. Get dúllast við að læra og svona. En það er talið niður í það að Dagný og Haukur komi aftur á klakann og það er alveg ljóst að ég þarf smá pásu frá barnapössun í nánustu framtíð svo að Rut og Linda mega fara að bretta upp ermarnar ;)
En það er víst best að fara að kíkja í skólabækurnar. Ég hef víst ekki endalausan tíma til að læra ;)
Birt af Erla Perla kl. 12:55 e.h. 0 skilaboð
21 september 2005
Hún Karen Líf skvísa er 7 ára í dag. Til hamingju með daginn elskan mín! Vonandi áttu eftir að hafa það skemmtilegt í dag :)
Birt af Erla Perla kl. 1:29 e.h. 0 skilaboð
19 september 2005
Hann Röggi bró á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín! Hafðu það öfga gott í dag :)
Birt af Erla Perla kl. 2:20 e.h. 0 skilaboð
13 september 2005
Ég velti því stundum fyrir mér hvort að fólk þurfi ekki að vera lesandi og skrifandi á íslenska tungu til að fá vinnu á mbl.is. Mér finnst það lítil afsökun að vefurinn sé í stanslausri uppfærslu og fréttirnar þurfi að vinna á stuttum tíma. Þá þarftu bara að vera enn betri í íslensku og fljótari að hugsa fyrir vikið...
Birt af Erla Perla kl. 10:32 f.h. 0 skilaboð
12 september 2005
Jæja, sit hérna niðrí vinnu að læra. Er að bíða eftir að Guðjón verði búinn að vinna svo ég komist heim til mín. Planið er að falda gardínur á meðan að Guðjón er á æfingu. Ég átti frí í skólanum í dag og ég notaði tækifærið og vann og lærði. Er nánast búin með verkefnin sem ég á að skila í vikunni. Á morgun er svo líka frí í skólanum svo þá ætla ég að vinna og læra þangað til að Guðjón verður búinn að vinna. Vinna og skóli er því það sem lífið snýst um á þessum bænum og því lítið skemmtilegt að segja frá. Það skýrist í þessari viku hvert ég fer í æfingakennslu. Ég er búin að óska eftir að fá að fara í skóla í Hafnarfirði og ég vona bara að það gangi upp. Ég er aðeins farin að bræða með mér hvað mig langar að kenna en maður verður að hitta bekkina áður en maður getur ákveðið það endanlega.
Seinustu helgina í september er ég að fara að passa púkana hennar systur minnar. Þau skötuhjú ætla að bregða sér til London og ég verð því í mömmó á meðan. Ágætis getnaðarvörn held ég bara. Þann 1. október er svo planað að halda innflutningspartý í Hafnarfirðinum. Ég er búin að gefa upp alla von að einhver komi í heimsókn til mín öðruvísi þannig að allir að taka daginn frá strax! ;)
Ég hef ekkert nennt að blogga um að Davíð sé hættur í pólitík enda löngu tímabært að mínu mati og bara fyndið að fylgjast með ,,tilfinningalega rótinu" sem hefur komið á margan íhaldsmanninn. Ég vil nú samt lýsa yfir ánægju minni með að Vestfirðingur setjist í stól sjávarútvegsráðherra og ég vona að Einar Kristinn eigi eftir að gera góða hluti.
Svo eru Alias og Judging Amy byrjaðir aftur við mikla gleði hjá mér og Öggu. Ég vona bara að ég eigi eftir að muna að horfa á þessa þætti í vetur :p En áður en ég hætti þessu bulli vil ég mæla með einni mynd, Kinsey heitir hún og var að koma út á spólu. Bráð skemmtileg og fróðleg mynd um Albert Kinsey sem gerði fyrstu rannsóknina á kynlífsvenjum Bandaríkjamanna. Endilega tékkið á henni næst þegar þið leigið ykkur spólu ;)
Birt af Erla Perla kl. 5:39 e.h. 0 skilaboð
09 september 2005
Hann Haukur Örn mágur minn er þrítugur í dag. Til hamingju með daginn og vonandi áttu eftir að hafa það skemmtilegt í kvöld og enn þá betra í útlandinu :)
Birt af Erla Perla kl. 1:19 e.h. 0 skilaboð
03 september 2005
Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á almennilegt blogg hérna. Skólinn byrjaði á mánudaginn og það er búið að vera frekar mikið að gera þessa vikuna. Ég er í einum fjarnámskúrsi með staðnáminu þessa önn og þar sem önninn byrjaði á staðbundinni lotu var ég óvenju mikið í skólanum. Ég hef því ekki náð að vinna mikið þessa vikuna. Á þriðjudaginn átti Kiddi minn svo afmæli og ég fór upp í Mosó að hjálpa Dagnýju og Hauki. Ég skreið bara upp í rúm þegar ég kom heim enda eru 20 6 ára púkar algjörar orkusugur. Hildur vinkona úr Eyjum var svo í bænum í vikunni og kíkti í heimsókn. Það var alveg frábært að ná að spjalla aðeins. Í kvöld eru Anna Þóra og Ása svo búnar að plana djamm og er víst skyldumæting hjá mér. Ég er nú ekki alveg í djammgírnum eins og er en við skulum sjá hvernig staðan verður í kvöld ;)
Á síðustu helgi keyrði ég vestur með Rakel systur og fór á Sálarballið. Það var hálf súrrealískt að sjá Sálina á sviðinu í Félagsheimilinu en þetta var nú þrusu ball fyrir því. Það var svo öfga gott að komast aðeins til hennar ömmu og alveg ljóst að ég verð að stoppa lengur næst.
Annars fer lífið að ganga sinn vanagang bara. Það verður 5 vikna æfingakennsla á þessari önn og ég er ekki búin að ákveða hvar ég tek hana. Það skýrist væntanlega allt í næstu viku. Þetta verður því strembið fram yfir miðjan nóvember en góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég fer ekki í nein próf og verð komin í jólafrí 2. desember :D Á vorönninni er ég svo skráð í 18 einingar en ég held að hún eigi eftir að vera ljúf fyrir því. Maður dúllast bara við lokaverkefnið og í handavinnunni og matreiðslunni og verður búinn í skólanum í lok apríl þar sem ég fer ekki í nein lokapróf í vor :D Kennó útskrifar svo 10. júní og þá er stefnt á mikil hátíðarhöld ;)
En jæja, ég er farin heim að ganga frá stofugardínunum mínum sem eru loksins, loksins að fara upp. Góða helgi!
Birt af Erla Perla kl. 1:41 e.h. 0 skilaboð