03 september 2005

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á almennilegt blogg hérna. Skólinn byrjaði á mánudaginn og það er búið að vera frekar mikið að gera þessa vikuna. Ég er í einum fjarnámskúrsi með staðnáminu þessa önn og þar sem önninn byrjaði á staðbundinni lotu var ég óvenju mikið í skólanum. Ég hef því ekki náð að vinna mikið þessa vikuna. Á þriðjudaginn átti Kiddi minn svo afmæli og ég fór upp í Mosó að hjálpa Dagnýju og Hauki. Ég skreið bara upp í rúm þegar ég kom heim enda eru 20 6 ára púkar algjörar orkusugur. Hildur vinkona úr Eyjum var svo í bænum í vikunni og kíkti í heimsókn. Það var alveg frábært að ná að spjalla aðeins. Í kvöld eru Anna Þóra og Ása svo búnar að plana djamm og er víst skyldumæting hjá mér. Ég er nú ekki alveg í djammgírnum eins og er en við skulum sjá hvernig staðan verður í kvöld ;)

Á síðustu helgi keyrði ég vestur með Rakel systur og fór á Sálarballið. Það var hálf súrrealískt að sjá Sálina á sviðinu í Félagsheimilinu en þetta var nú þrusu ball fyrir því. Það var svo öfga gott að komast aðeins til hennar ömmu og alveg ljóst að ég verð að stoppa lengur næst.

Annars fer lífið að ganga sinn vanagang bara. Það verður 5 vikna æfingakennsla á þessari önn og ég er ekki búin að ákveða hvar ég tek hana. Það skýrist væntanlega allt í næstu viku. Þetta verður því strembið fram yfir miðjan nóvember en góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég fer ekki í nein próf og verð komin í jólafrí 2. desember :D Á vorönninni er ég svo skráð í 18 einingar en ég held að hún eigi eftir að vera ljúf fyrir því. Maður dúllast bara við lokaverkefnið og í handavinnunni og matreiðslunni og verður búinn í skólanum í lok apríl þar sem ég fer ekki í nein lokapróf í vor :D Kennó útskrifar svo 10. júní og þá er stefnt á mikil hátíðarhöld ;)

En jæja, ég er farin heim að ganga frá stofugardínunum mínum sem eru loksins, loksins að fara upp. Góða helgi!

Engin ummæli: