Jæja, Ella var víst að klukka mig og þá á ég víst að skrifa 5 staðreyndir um mig. Hverjum ætli hafi eiginlega dottið þetta í hug? Allavegana,
1. Ég kann ekkert á tölvur en á kærasta sem er tölvunörd.
2. Ég kem frá Bolungarvík en núna bý ég í Hafnarfirði.
3. Ég horfi alltaf á formúluna og vona að McLaren nái að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða.
4. Ég var að kaupa mér línuskauta og ætla að slá í gegn á þeim næsta vor.
5. Ég útskrifast sem kennari í vor. Þá ætla ég að vera búin að læra að prjóna, þæfa, sauma og útbúa veisluborð.
Ég klukka Rögga bró, Dagnýju og Ásu ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli