Jæja, ég ætlaði bara að láta vita af því að ég er á lífi ennþá. Kristinn Breki og Arnar Páll eru ekki búnir að ganga frá mér - ennþá.
En í fullri alvöru þá gengur pössunin ágætlega og svo sem ekkert upp á púkana að klaga. Þeir náttúrulega nýta sér að frænkan er ekki alveg með allar reglur á hreinu og sá eldri kann vel að spila á samviskubitið en þeir hafa samt verið góðir. Það er svo annað mál hversu vel húsmóðurhlutverkið á við mig. Ég var gjörsamlega af manni gengin þegar þeir voru báðir sofnaðir í gærkvöldi og það fyrsta sem ég gerði í morgun þegar ég var búin að koma þeim út var að fara að sofa aftur. Sem betur fer átti ég bara að mæta í einn tvöfaldan tíma í dag svo að ég hef smá tíma til að jafna mig eftir helgina. Get dúllast við að læra og svona. En það er talið niður í það að Dagný og Haukur komi aftur á klakann og það er alveg ljóst að ég þarf smá pásu frá barnapössun í nánustu framtíð svo að Rut og Linda mega fara að bretta upp ermarnar ;)
En það er víst best að fara að kíkja í skólabækurnar. Ég hef víst ekki endalausan tíma til að læra ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli