Jæja, sit hérna niðrí vinnu að læra. Er að bíða eftir að Guðjón verði búinn að vinna svo ég komist heim til mín. Planið er að falda gardínur á meðan að Guðjón er á æfingu. Ég átti frí í skólanum í dag og ég notaði tækifærið og vann og lærði. Er nánast búin með verkefnin sem ég á að skila í vikunni. Á morgun er svo líka frí í skólanum svo þá ætla ég að vinna og læra þangað til að Guðjón verður búinn að vinna. Vinna og skóli er því það sem lífið snýst um á þessum bænum og því lítið skemmtilegt að segja frá. Það skýrist í þessari viku hvert ég fer í æfingakennslu. Ég er búin að óska eftir að fá að fara í skóla í Hafnarfirði og ég vona bara að það gangi upp. Ég er aðeins farin að bræða með mér hvað mig langar að kenna en maður verður að hitta bekkina áður en maður getur ákveðið það endanlega.
Seinustu helgina í september er ég að fara að passa púkana hennar systur minnar. Þau skötuhjú ætla að bregða sér til London og ég verð því í mömmó á meðan. Ágætis getnaðarvörn held ég bara. Þann 1. október er svo planað að halda innflutningspartý í Hafnarfirðinum. Ég er búin að gefa upp alla von að einhver komi í heimsókn til mín öðruvísi þannig að allir að taka daginn frá strax! ;)
Ég hef ekkert nennt að blogga um að Davíð sé hættur í pólitík enda löngu tímabært að mínu mati og bara fyndið að fylgjast með ,,tilfinningalega rótinu" sem hefur komið á margan íhaldsmanninn. Ég vil nú samt lýsa yfir ánægju minni með að Vestfirðingur setjist í stól sjávarútvegsráðherra og ég vona að Einar Kristinn eigi eftir að gera góða hluti.
Svo eru Alias og Judging Amy byrjaðir aftur við mikla gleði hjá mér og Öggu. Ég vona bara að ég eigi eftir að muna að horfa á þessa þætti í vetur :p En áður en ég hætti þessu bulli vil ég mæla með einni mynd, Kinsey heitir hún og var að koma út á spólu. Bráð skemmtileg og fróðleg mynd um Albert Kinsey sem gerði fyrstu rannsóknina á kynlífsvenjum Bandaríkjamanna. Endilega tékkið á henni næst þegar þið leigið ykkur spólu ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli