Hún Hjördís var að kvarta yfir því að ég hefði ekki gefið nógu miklar upplýsingar um mig í klukkinu - svo hérna færðu eitthvað Hjördís Fjördís ;)
1. Ég syng hástöfum í bílnum þegar ég er að keyra ein.
2. Ég þoli ekki fólk sem skiptir um akrein 5 kílómetrum áður en það á að beygja og kemur í veg fyrir að ég komist fram úr aulunum á hinum akreinunum.
3. Ég hef drepið kaktus - þó svo að enginn hafi trúað því að það væri hægt.
4. Ég þoli ekki gömul og slitin rúmföt og nota bara almennileg rúmföt úr Verinu.
5. Ég æli ef ég finn bragðið af ananas.
Jæja, Hjördís, er þetta nógu gott fyrir þig??? Svo klukka ég þig góða - þrisvar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli