18 nóvember 2005

No More Practice Teaching!!

Þá er ég loksins, loksins, loksins búin í þessari blessuðu æfingakennslu. Ég get nú ekki beint sagt að ég sé sammála sumum þjáningarsystrum mínum um að hún hefði mátt vera lengri. Ekki að það sé leiðinlegt að kenna en æfingakennsla er bara allt annað en "the real thing". Ég ákvað að drífa mig bara úr Áslandsskóla og segja skilið við hana Erlu Björk - svona áður en Hjördís fær færi á að skipta um vinkonu ;)Þú verður að muna það Hjördís Fjördís að þó svo að mamma og pabbi hafi ekki fattað að skíra mig Erlu Björk þá er ég samt sú eina sanna ;)

Við Ása skelltum okkur út að borða í hádeginu í tilefni dagsins - á Vegamót að sjálfsögðu. Vegó klikkar aldrei og við bókstaflega borðuðum á okkur gat. Það verða svo rólegheit í kvöld en í fyrramálið er stefnan tekin á Bolungarvík City þar sem að ég ætla að sýna Guðjóni alvöru menningu ;) Hrafnhildur ætlar að vera svo góð að sækja okkur svo að ég geti komið henni ömmu minni á óvart - svo enginn má nefna neitt við ömmu fyrr en seinnipartinn á morgun!! Bannað að eyðileggja surprisið! Stjarnan er svo að fara að spila við KFÍ á sunnudaginn og við verðum samferða strákunum suður eftir leik. Bara stutt stopp í þetta skiptið.

En jæja, Guðjón er að kvarta yfir því að ég sé í tölvunni (hmmm, sumir ættu nú að líta í eigin barm held ég.....) svo það er best að ég slökkvi á henni og fari að knúsa hann ;)

Engin ummæli: