25 nóvember 2005

Ég er stödd í skólanum núna og er hreint út sagt að mygla :-/ Það er alveg ótrúlegt hvað sumir tímar geta verið leiðinlegir! Ég hlakka bara til að byrja í fjarnáminu eftir áramót ;)

Það var alveg frábært að komast aðeins vestur á seinustu helgi. Ömmu brá svakalega að sjá okkur og það var mjög ljúft að komast í smá dekur ;)Strákarnir unnu KFÍ frekar auðveldlega en eftir leik var búið að aflýsa flugi þeim til mikillar gleði ;) Það var ákveðið að taka bílaleigubíla og bruna í bæinn. Það var að vísu leiðinlegt veður á leiðinni og því lítið brunað en þetta gekk allt og við komumst heil heim sem er fyrir öllu.

Það er svo búið að vera spennufall dauðans þessa vikuna og algjört hell að koma aftur í skólann eftir þessa blessuðu æfingakennslu. Maður getur bara ekki beðið eftir að komast í jólafrí. Bara vika eftir - sem hljómar eins og heil eilífð í dag....

En jæja, ég er alveg steindauð og er gjörsamlega að berjast við að halda mér vakandi hérna. Ætla allavegana að þykjast að vera að fylgjast með....

Engin ummæli: