16 nóvember 2005

Já nei ég er ekki dauð - bara búin að vera að drukkna í vinnu í æfingakennslunni. Núna eru bara 2 dagar eftir og þeir eiga nú að vera léttir og löðurmannlegir. Við Ása eigum eftir að hoppa hæð okkar af kæti klukkan 11.10 á föstudaginn ;)

Annars hefur þetta gengið stór áfallalaust fyrir sig og ég er bara nokkuð sátt. Nylon kom hérna í skólann í seinustu viku og þær sungu nokkur lög fyrir krakkana. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á strákunum í 9. bekk þegar ég sagði þeim hvað við værum að fara að gera í tímanum - ég hefði alveg eins getað skotið þá strax. Á mánudaginn var svo Magnús Stefánsson hérna með fræðslu og fíkniefnaforvarnir. Ég hef séð þennan fyrirlestur nokkrum sinnum og hann Magnús er alltaf jafn áhrifamikill. Það var svo að byrja hérna nýr enskukennari sem heitir Erla Björk - hehehehe. Mér finnst það bara fyndið og er alltaf að hugsa til Hjördísar þessa dagana ;)

Næstu tvær vikur eru svo fullar af verkefnaskilum í skólanum en þann 2. desember er minnz svo kominn í jólafrí :) Eftir áramót er ég svo búin að skrá mig í fjarnám þannig að vonandi á ég eftir að eiga eitthvað líf þá. Ég verð í 17 einingum sem er nokkuð mikið en ég hef enga trú á öðru en að það eigi eftir að ganga upp enda verð ég í prjóni, þæfingu og matreiðslu sem vali og svo bara 2 enskukúrsar og lokaverkefni. Piece of cake ;)

En jæja, kallinn minn er að koma og sækja mig. Heyrumst síðar!

Engin ummæli: