Hann Njáll stórfrændi minn á afmæli í dag og er orðinn 17 ára drengurinn. Það þýðir því að hann er loksins kominn með bílprófið í hendurnar eftir mikla bið. Hann fær þó ekkert að keyra strax því hann verður að sóla sig á Spáni næstu 3 vikurnar. Hann fær innilegar hamingjuóskir með daginn frá síungu töntunni sem hann nálgast sífellt í aldri. Hafðu það gott í dag frændi.
29 júní 2007
28 júní 2007
Baddý og Sævi í göngutúr
Mér fannst þessi frétt eitthvað svo yndisleg ;-)
Birt af Erla Perla kl. 2:47 e.h. 0 skilaboð
Hollustan er dýr
Ég kom seint heim í gær og hljóp inn í Hagkaup rétt fyrir lokun og greip með mér pulsupakka. Ákvað að hafa smá hollustu í þessu og keypti speltpulsubrauð með. Ég er ennþá að reyna að ná hvaða forsendur liggja á baki verðinu á brauðunum en 5 brauð kostuðu 139 kr. Poki af 5 hvítum brauðum kostar um 70kallinn - ef þau eru hreinlega ekki ódýrari. Mér finnst það alveg ótrúlegt að það skuli nánast vera munaður hér á landi að leyfa sér að borða hollan mat. Ég hef oft þurft að velta fyrir mér hverri krónu nokkrum sinnum áður en ég eyði henni og ef maður ætlaði að halda matarkostnaðinum í lágmarki þá hreinlega borgaði það sig að kaupa óhollan mat. Mér finnst það alveg magnað að stjórnvöld hafi ekki horft í þessa átt í vsk-lækkuninni í vetur. Þessi lækkun skilaði mér allavegana engu enda versla ég eins hollan mat og ég get í 90% tilvika - sem þýðir lífrænt ræktað og hreinn matur fyrir þá sem ekki kunna þessi fræði. Heimilisbókhaldið sýnir þvert á móti að ég eyði meiru í mat og er ég þó ekki að leyfa mér meiri munað en fyrir lækkunina.
Ég velti því fyrir mér þegar ég labbaði út úr Hagkaup í gær hvort að framleiðendur og verslunareigendur stíli inn á það að hafa hollustuvöruna dýrari því þeir sem hugsa um hvað þeir láta ofan í sig láta sig oft hafa það að borga meira fyrir vöruna en góðu hófi gegnir til þess að geta viðhaldið hollum lífstíl. Þeir gera allavegana lítið til að kynna þessar vörur því nær undantekningarlaust er nánast eingöngu boðið upp á tilboð á sælgæti, gosi og lítt hollum mat þegar tilboðsblöðin koma inn um lúguna á fimmtudögum. Þrátt fyrir að ástandið hafi skánað mikið á undanförnum árum þá er samt ennþá langt í land og ég bíð spennt eftir því að einhver átti sig á því að það er markaður fyrir holl matvæli á Íslandi og opni fyrstu lágvöruverslunina þar sem hollustan er höfð í fyrirrúmi.
Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hef enga trú á íslenskum stjórnvöldum í þessum efnum og ég held að skattar og álögur á hollan mat verði seint lækkaðar umfram aðrar vörur þrátt fyrir allan þann kostnað sem óhollt mataræði kostar samfélagið á hverju ári. Það hefði svo verið áhugavert að fá að sjá vsk uppgjör verslana og veitingastaða fyrir mars-apríl á þessu ári samanborið við síðasta ár - já eða bara janúar-febrúar á þessu ári. Ég hef lúmskan grun um að þeir hafi verið ánægðari með það sem þeir greiddu í vsk seinast en oft áður.
Birt af Erla Perla kl. 9:54 f.h. 0 skilaboð
17 júní 2007
17. júní
Ísland komið á EM og McLaren flengir Ferrari þriðja mótið í röð. Þetta er góður dagur. Gleðilega hátíð.
Birt af Erla Perla kl. 9:40 e.h. 0 skilaboð
14 júní 2007
Siðferði á Goldfinger
Ekki ætla ég að taka afstöðu til fréttaflutnings af þessum stað hér en ég get þó ekki orða bundist með eitt. Það er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að siðferðiskennd eiganda staðarins sé alvarlega brengluð þegar hann heldur því fram að hann sé að ,,bjarga" dönsurunum frá verra lífi í heimalöndum sínum. Það er einmitt það sem allt gott fólk gerir fyrir aðra sem eru í nauð, lætur það strippa fyrir peninga.
Birt af Erla Perla kl. 8:19 e.h. 0 skilaboð
10 júní 2007
Þvílík keppni!!
Ef einhver skilur ekki af hverju ég horfi á Formúluna þá hefði sá sinn sami átt að horfa á keppni dagsins. Það var sko skemmtun fyrir allan peninginn. Öryggisbíllinn út fjórum sinnum, eitt svakalegasta crash síðari ára hjá Kubica, svört flögg, 10 sek. refsingar og ég veit ekki hvað og hvað. Alveg hreint rosaleg keppni. Maður dagsins er tvímælalaust Lewis Hamilton hjá McLaren sem vann sinn fyrsta sigur og fipaðist aldrei í forystunni. Það verður að teljast hreint magnað því að hann hafði aldrei ekið þessa braut áður og að halda forystunni allan tímann þrátt fyrir fjórar útkomur hjá öryggisbílnum er alveg hreint ótrúlegur árangur. Alonso hefði mátt standa sig betur en hann endaði þó í stigasæti eftir allt saman. Það er því ekki laust við að McLaren hjartað sé stolt - sérstaklega eftir misgóðan árangur liðsins undanfarin ár. Það er lítið annað hægt að segja en að McLaren rúlar!!!
Birt af Erla Perla kl. 6:24 e.h. 0 skilaboð
08 júní 2007
Pollýanna
Það er verið að sýna Pollýönnu á RÚV núna. Það sem ég elskaði þessa mynd þegar ég var púki. Ég veit ekki hvað ég tók hana oft á bókasafninu og horfði á hana. Hún er ekkert síðri núna og ég ætla rétt að vona að systir mín hafi munað eftir að taka hana upp fyrir mig. Sem minnir mig á það að ég þarf að fá einhvern í heimsókn til að laga tengingarnar á vídeóinu mínu. Ég hef aldrei fattað hvernig Geiri tengdi það fyriri mig þegar ég flutti... En það er önnur saga ;)
Birt af Erla Perla kl. 9:33 e.h. 0 skilaboð
02 júní 2007
Ása Gunnur á afmæli í dag og er auðvitað bara 22 stelpan ;) Til lukku með daginn elskan mín og hafðu það gott í dag :)
Birt af Erla Perla kl. 10:27 f.h. 1 skilaboð