Þvílík keppni!!
Ef einhver skilur ekki af hverju ég horfi á Formúluna þá hefði sá sinn sami átt að horfa á keppni dagsins. Það var sko skemmtun fyrir allan peninginn. Öryggisbíllinn út fjórum sinnum, eitt svakalegasta crash síðari ára hjá Kubica, svört flögg, 10 sek. refsingar og ég veit ekki hvað og hvað. Alveg hreint rosaleg keppni. Maður dagsins er tvímælalaust Lewis Hamilton hjá McLaren sem vann sinn fyrsta sigur og fipaðist aldrei í forystunni. Það verður að teljast hreint magnað því að hann hafði aldrei ekið þessa braut áður og að halda forystunni allan tímann þrátt fyrir fjórar útkomur hjá öryggisbílnum er alveg hreint ótrúlegur árangur. Alonso hefði mátt standa sig betur en hann endaði þó í stigasæti eftir allt saman. Það er því ekki laust við að McLaren hjartað sé stolt - sérstaklega eftir misgóðan árangur liðsins undanfarin ár. Það er lítið annað hægt að segja en að McLaren rúlar!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli