Pollýanna
Það er verið að sýna Pollýönnu á RÚV núna. Það sem ég elskaði þessa mynd þegar ég var púki. Ég veit ekki hvað ég tók hana oft á bókasafninu og horfði á hana. Hún er ekkert síðri núna og ég ætla rétt að vona að systir mín hafi munað eftir að taka hana upp fyrir mig. Sem minnir mig á það að ég þarf að fá einhvern í heimsókn til að laga tengingarnar á vídeóinu mínu. Ég hef aldrei fattað hvernig Geiri tengdi það fyriri mig þegar ég flutti... En það er önnur saga ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli