28 febrúar 2008

Hann Sigurgeir Sturla, aka. Herra 10. bekkur, á afmæli í dag og er orðinn 16 ára drengurinn. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það svakalega gott í dag.

27 febrúar 2008

Hvað er ást?

"Maðurinn minn vill breyta mér. Hann er á móti því að ég vinni sem listamaður og vill að ég fái mér fasta vinnu. Ég get ekki hugsað mér það því ég elska það sem ég er að gera. Og ég veit af gamalli reynslu að ég þoli ekki rútínu, enda Tvíburi og Hrútur. Tekjurnar hjá mér eru óreglulegar og hann þarf því stundum að halda mér uppi. Þetta er því svolítið erfitt ástand." Hún leit á mig og brosti. Aðlaðandi kona, bæði kvenleg og orkumikil.

"Ef hann styður þig ekki í því sem þú ert að gera þá elskar hann þig ekki", sagði ég umbúðalaust. "Ást er að elska hinn aðilann eins og hann. Ást byggir á gagnkvæmri virðingu og stuðningi. Að vilja breyta annarri manneskju í spegilmynd af sjálfri sér er ekki ást. Svo einfalt er það."Hún horfði á mig svolitla stund og sagði síðan: "Þetta er rétt hjá þér. Hann vill breyta mér í sig. Og það gengur ekki.""Það er algjörlega vonlaust", sagði ég, "slíkt drepur þig og það drepur síðan ástina sem er á milli ykkar. Því ef þú ert ekki þú sjálf og nýtur þín ekki, þá hefur þú á endanum ekkert að gefa. Það kulnar í þér og smátt og smátt færist doði yfir líf þitt. Það verður einfaldlega drepleiðinlegt. Og ástin deyr.

"Við sátum kyrr og horfðumst í augu. "Maðurinn minn er Meyja og Vog. Hann vill hafa allt huggulegt og snyrtilegt í kringum sig. Og ég á að vera þannig. En þegar ég er að búa til listaverk, þá er allt í drasli í kringum mig, allt útum allt, litir, efni og hlutir. Það finnst mér frábært. Svo tekur verkið á sig mynd, ég lýk því og fer síðan að svipast um eftir næsta verkefni." "Já" sagði ég "hann féll fyrir þér af því að þið eruð ólík. Þú ert lífleg og skapandi. Og komst eins og ferskur andblær inní líf hans. En svo hætti hann smátt og smátt að þola það sem hreif hann í upphafi. Og vill breyta þér. Þú verður að halda þínu striki. Segja einfaldlega við hann, svona er ég, "take it or leave it." Alls ekki reyna að breyta þér. Ef þú stendur ekki með sjálfri þér, hver gerir það þá?"

Ein af ástæðunum fyrir stjórnsemi í samskiptum er ótti við missi. Ef maðurinn nær að móta þig í sína mynd, þá verður hann öruggari með sig. Hann telur sig koma í veg fyrir að þú farir frá honum. Þetta er auðvitað blekking, því með því að breyta þér er hann að missa þig. Þú, hin raunverulega þú, verður ekki lengur til staðar þegar búið er að breyta þér í aðra konu. Þessi ótti við missi gerir það að verkum að margir setja stein í götu maka síns. Ef konan mín fer í lögfræði og útskrifast með láði eða verður frægur listamaður, missi ég hana þá ekki? Þessi ótti verður oft til þess að þeir sem 'elska' okkur, vona innst inni að okkur gangi ekki of vel. Svolítið öfugsnúið, en eigi að síður satt. Því miður. Það sem margir átta sig ekki á er það hversu þakklát við verðum þeim sem elska okkur og hjálpa án skilyrða. Við viljum dvelja þar sem við fáum ást og stuðning.

Því hvar er betra að vera en þar sem maður er elskaður, með vörtum og öllu?

Þessi góði pistill er tekinn af stjörnuspeki.is.

22 febrúar 2008

Kveðja

Við kveðjum í dag góða frænku mína sem er látin eftir erfið veikindi. Eftir sitja góðar og fallegar minningar sem munu lifa með okkur í fjölskyldunni um ókomna tíð. Mig langar að senda samúðarkveðjur í Kópavoginn með þessu fallega ljóði sem birtist með minningargreininni frá okkur í fjölskyldunni. Megirðu hvíla í friði elsku Svenna.

Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)

19 febrúar 2008

Elsku litla krúsin hann Arnar Páll á afmæli í dag og er orðin 4 ára. Til hamingju með daginn dúllan mín og hafðu það alveg ofboðslega skemmtilegt í dag :-)

18 febrúar 2008

Hún Hjördísin mín Klára á afmæli í dag og er orðin 29 ára stúlkan. Til hamingju með afmælið skvís og hafðu það alveg svakalega gott í dag!

16 febrúar 2008

Almenn leiðindi

Mér finnst ekkert voðalega gaman að hanga heima hjá mér og liggja yfir DVD alla daga. En af fenginni reynslu veit ég að það er oft skynsamlegt að hlýða læknum þegar manni er sagt að taka því rólega svo ég hlýði bara og fagna því að tíminn er hálfnaður svo þetta er allt að koma. Get upplýst um það að það er afar rangur misskilningur að svona nefaðgerðum fylgi glóðuraugu og bólgur í andliti. Það eina sem sést í mínu andliti eru ofnæmisviðbrögð eftir plásturinn sem hélt grisjunni fyrir nefinu fyrsta sólarhringinn og það er meira að segja allt að lagast. Nefið er hins vegar stíflað og það er að valda mestu óþægindunum. Margir dagar síðan það fór eðlilegt súrefnisflæði um hausinn á mér. Reyndar mörg ár ef út í það er farið.

Annars er ég að verða búin með heila seríu af Alias og er að fara að byrja á annarri. Hef meira að segja skoðað blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt til þess eins að drepa tímann - og það moggablogg sem mér þykja almennt ekki vera mjög merkileg. En jæja, ætla að fara og vaska upp, setja í þvottavél og horfa á meira Alias. Er alveg viss um að ég verð jafn aktíf og Sidney Bristow um leið og ég er búin að jafna mig eftir aðgerðina og eðlilegt súrefnisflæði farið að renna um hausinn á mér eftir margra ára hlé. Ég held að heimurinn megi þá passa sig.

13 febrúar 2008

Almennt röfl

Mikið svakalega fara auglýsingarnar frá MS í taugarnar á mér. Þar sem fólk sem drekkur ekki mjólk er hálfpartinn sett fram sem hálfvitar og farðað þannig að það lítur út fyrir að vera fárveikt. Ég hef ekki drukkið mjólk síðan ég fór að hafa vit á því að harðneita þegar hún var pínd ofan í mig. Ég er engin hálfviti og þau veikindi sem ég hef átt við að stríða í gegnum tíðina koma því einfaldlega ekkert við að ég drekk ekki mjólk og borða ekki mjólkurvörur. Seinna meir kom auðvitað í ljós að ég er með mjólkuróþol en fyrir utan það eru mjólkurvörur eitur fyrir þær konur sem eru með endómetríósu. Eru númer eitt á bannlistanum. Auðvitað eru mjólkurvörur hollar en þær eru ekki hafnar yfir gagnrýni frekar en aðrar matvörur. Ég held að það sé ágætt fyrir alla að hafa það í huga. Kannanir mega sín oft lítils þegar afkoma heillrar iðngreinar liggur á bakvið þær og það er afar mikilvægt að hafa það í huga þegar hollusta matvara yfir höfuð er skoðuð að oft eru milljarða hagsmunir í húfi að niðurstöðurnar séu ,,réttar".

Önnur auglýsing sem fer svaðalega í taugarnar á mér er kattarauglýsingin frá Símanum um collect símtöl. Fyrir utan hvað mér finnst þær mikill viðbjóður - enda hef ég lítinn áhuga á innyflum katta - þá vekja þær hjá mér tvenns konar viðbrögð. Annars vegar skipti ég venjulega um stöð og hins vegar velti ég því fyrir mér hvernig ég geti afþakkað það að fá svona collect símtöl. Auðvitað getur þetta komið að góðum notum en þetta er augljóslega vatn á myllu þeirra sem hafa hingað til hringt og skellt á þegar þeir eiga ekki inneign og vilja að það sé hringt til baka. Eins góð og þessi þjónusta er fyrir þá er hún jafn hvimleið fyrir þá sem þurfa alltaf að borga. Ég prísa mig allavegana sæla að eiga ekki vini sem horfa á collect símtöl sem leið til að fá aðra til að borga brúsann.

Annars var ég að koma úr þriðju svæfingunni á innan við tveimur árum. Þeirri fyrstu samt sem ég sá ekki ástæðu að biðja um kæruleysispillu fyrir aðgerðina. Þetta gekk svo sem allt vel bara og nú tekur við viku afslöppun og rólegheit.

08 febrúar 2008

Það má tala um snjóflóð núna

eins og segir í þessu frábæra bloggi sem gefur góða mynd af því andrúmslofti sem ég ólst upp við heima í Víkinni. Ég bíð hins vegar ennþá eftir því að það megi tala um hættu á jarðskjálftum og eldgosum á Höfuðborgarsvæðinu og þá staðreynd að engin rýmingaráætlun er til fyrir svæðið - ekki einu sinni fyrir einstök hverfi - ef náttúruhamfarir eiga sér stað. Það má svo sem færa rök fyrir því að það sé nánast óraunhæft að búa til rýmingaráætlun fyrir Höfuðborgarsvæðið allt en hins vegar ætti að vera mjög raunhæft að búa til rýmingaráætlanir fyrir einstök hverfi og hvert væri þá best að færa fólk. Ég skal þó viðurkenna að það er komið ár síðan ég heyrði viðtal við yfirmann Almannavarna Reykjavíkur þar sem hann viðurkenndi að engar rýmingaráætlanir væru til. Ef þær hafa hins vegar orðið til síðan þetta viðtal var tekið þá hafa upplýsingar um þær varla farið hátt.

Mér finnst allavegana umhugsunarefni þegar byggð Höfuðborgarinnar og bæjarfélaganna í kring er farin að dreifa sér víðar og byggð skipulögð alstaðar þar sem er pláss fyrir hana að engin umræða sé um hvort ný byggingarsvæði séu t.d. þekkt sprungusvæði og hver séu í raun gæði byggingarlandsins. En það er ekki spurt að því og þetta þykir ekki meira tiltökumál en þegar byggt var upp í fjöll fyrir vestan. Það er ekki laust við að fólk sem vill ræða þessi mál þyki jafn skrýtið og þeir sem bentu á snjóflóðahættu fyrir vestan fyrir flóðið í Súðavík. Ég vona samt að það verði grundvöllur til að ræða þessi mál á vitsmunalegan hátt á fjölmennasta horni landsins og menn læri af þeim harmleikjum sem urðu í Súðavík og á Flateyri árið 1995.

06 febrúar 2008

Ýmsar myndir

Við amma í afmæli hjá Gunnari hennar Kollu


Mamma og amma á Grundarfirði

Jólatréð sem Sigurgeir afi smíðaði fagurlega skreytt eftir Kristinn Breka sem fékk líka að setja upp jólaseríuna í glugganum alveg sjálfur.

Kristinn Breki komin í kertin - alveg svakalegt sport að fá að kveikja á kertum og blása á..

Ella og Bríet María sem skildi ekkert í hvaða kelling var komin í heimsókn til hennar

Bogga og amma að gera skötustöppu
Aðfangadagur 2007 - Óli Svanur hefur verið fastagestur við afmælisborðið í gegnum árin og eitthvað segir mér að sviðakjamminn hafi ekki svikið þarna frekar en fyrri daginn

Við nöfnur á 75 ára afmælisdegi ömmu
Amma, Bogga og Illa síungar í anda á Aðfangadag 2007

02 febrúar 2008

Hún Kolla móðursystir mín á afmæli í dag og er á besta aldri konan. Til hamingju með daginn elsku Kolla mín og hafðu það svakalega gott í dag :-)