22 febrúar 2008

Kveðja

Við kveðjum í dag góða frænku mína sem er látin eftir erfið veikindi. Eftir sitja góðar og fallegar minningar sem munu lifa með okkur í fjölskyldunni um ókomna tíð. Mig langar að senda samúðarkveðjur í Kópavoginn með þessu fallega ljóði sem birtist með minningargreininni frá okkur í fjölskyldunni. Megirðu hvíla í friði elsku Svenna.

Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)

Engin ummæli: