Almenn leiðindi
Mér finnst ekkert voðalega gaman að hanga heima hjá mér og liggja yfir DVD alla daga. En af fenginni reynslu veit ég að það er oft skynsamlegt að hlýða læknum þegar manni er sagt að taka því rólega svo ég hlýði bara og fagna því að tíminn er hálfnaður svo þetta er allt að koma. Get upplýst um það að það er afar rangur misskilningur að svona nefaðgerðum fylgi glóðuraugu og bólgur í andliti. Það eina sem sést í mínu andliti eru ofnæmisviðbrögð eftir plásturinn sem hélt grisjunni fyrir nefinu fyrsta sólarhringinn og það er meira að segja allt að lagast. Nefið er hins vegar stíflað og það er að valda mestu óþægindunum. Margir dagar síðan það fór eðlilegt súrefnisflæði um hausinn á mér. Reyndar mörg ár ef út í það er farið.
Annars er ég að verða búin með heila seríu af Alias og er að fara að byrja á annarri. Hef meira að segja skoðað blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt til þess eins að drepa tímann - og það moggablogg sem mér þykja almennt ekki vera mjög merkileg. En jæja, ætla að fara og vaska upp, setja í þvottavél og horfa á meira Alias. Er alveg viss um að ég verð jafn aktíf og Sidney Bristow um leið og ég er búin að jafna mig eftir aðgerðina og eðlilegt súrefnisflæði farið að renna um hausinn á mér eftir margra ára hlé. Ég held að heimurinn megi þá passa sig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli